Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2021 | 18:00

PGA: Koepka sigurvegari WM Phoenix Open

Það var Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open mótinu.

Mótið er þekkt fyrir hávaðasama áhorfendur og áhangendur, en þeim var fækkað verulega í ár sökum Covid-19.

Sigurskor Koepka var 19 undir pari, 265 högg (68 66 66 65).

Öðru sætinu deildu þeir Kyoung-Hoon Lee frá S-Kóreu og bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele, en þeir voru báðir aðeins 1 höggi á eftir Koepka þ.e. báðir á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: