Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: José Maria Olazábal – 5. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er José Maria Olazábal. Hann er fæddur 5. febrúar 1966 og því 55 ára í dag. Hann fæddist degi eftir að Real Golf Club de San Sebastian opnaði, þar sem hann býr í Hondarribia, Guipúzcoa á Spáni. Báðir foreldrar hans unnu á golfvellinum og 2 ára var hann farinn að slá golfbolta.

Olazábal gerðist atvinnumaður í golfi 1985 og á í beltinu 30 sigra sem slíkur; þar af 23 á Evróputúrnum og 6 á PGA. Af þessum sigrum eru tveir risamótssigrar en Olazábal vann Masters mótið tvívegis; 1994 og 1999.

Í seinni tíð er hann þekktari fyrir að vera fyrirliði í Rydernum, en hann stýrði liði Evrópu til sigurs yfir Bandaríkjamönnum 2012, þegar lið Evrópu sigraði 14 1/2 – 13 1/2.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Geddes, 5. febrúar 1960 (61 árs);  Kevin Stadler, 5. febrúar 1960 (61 árs); Eythor Gudjonsson, 5. febrúar 1968 (53 ára);  Rún Pétursdóttir, GR, 5. febrúar 1995 (26 ára);   Dóri Tempó;  Jökull Þh (57 ára) … og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is