Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: DJ sigraði í Sádí

Saudi International powered by SoftBank Investment Advisers mótið fór fram dagana 4.-7. febrúar á Royal Greens G&CC, í King Abdullah Economic City, Sádí-Arabíu og lauk því nú fyrr í dag.

Sigurvegari mótsins var Dustin Johnson (DJ) og er þetta 2. sigur hans í þessu móti.

Sigurskorið var samtals 15 undir pari, 265 högg (67 64 66 68).

Þetta var 9. sigur DJ á Evróputúrnum og samtals eru sigrarnir á ferli hans orðnir 27.

Í 2. sæti á Saudi International,  2 höggum á eftir DJ urðu Tony Finau og Justin Rose, báðir á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í Saudi International mótinu með því að SMELLA HÉR: