Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyþór Hrafnar og Þórdís – 15. febrúar 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyþór Hrafnar Ketilsson og Þórdís Rögnvaldsdóttir. Bæði eru þau fædd 15. febrúar 1996 og eiga því 25 ára stórafmæli í dag. Eyþór Hrafnar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Þórdís er í Golfklúbbinum Hamri á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu Eyþórs Hrafnars og Þórdísar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Eyþór Hrafnar Ketilsson (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!) Þórdís Rögnvaldsdóttir (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (70 ára merkisafmæli!!!); Lee Anne Pace Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2021 | 23:45

PGA: Berger sigraði á Pebble Beach Pro-Am

Það var Daniel Berger, sem sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu, sem var mót vikunnar á PGA mótaröðinni. Sigurskor Berger var samtals 18 undir pari, 270 högg (67 66 72 65). Berger er fæddur 7. apríl 1993 og því 27 ára. Þetta er 4. sigur hans á PGA mótaröðinni. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð bandaríski kylfingurinn Maverick McNealy. Patrick Cantlay og Jordan Spieth deildu síðan 3. sætinu á samtals 16 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright —- 14. febrúar 2021

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 86 ára í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (7/2021)

Bandaríkjamaður, Þjóðverji og Arabi ræða málin yfir drykk á 19. holunni, eftir góðan hring. Bandaríkjamaðurinn: „Ég á 4 syni, ef ég eignast einn í viðbót er ég kominn með körfuboltalið!“ Þjóðverjinn: „Ég á 10 syni, ef ég eignast einn í viðbót er ég kominn með fótboltalið!“ Arabinn: „Ég á 17 konur, ef ég kvænist einni  í viðbót,  á ég golfvöll!“

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Jensson – 13. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Jensson. Ágúst er fæddur 13. febrúar 1977 og á því 44 ára afmæli í dag. Ágúst býr í Þýskalandi þar sem hann starfar sem yfirvallarstjór St. Leon Rot golfklúbbsins virta. Sjá má kynningu Golf 1 á St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR: Þar áður gegndi Ágúst starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Ágúst er kvæntur Dagbjörtu Víglundsdóttur. Komast má á facebook síðu Ágústs hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Ágúst Jensson 44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2021 | 18:00

GA: Lárus Ingi og Andrea Ýr hlutu afreksstyrk frá afrekssjóði Akureyrarbæjar

Þann 20. janúar sl.  fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri athöfn, þar sem íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar voru verðlaunuð. Það voru þau Viktor Samúelsson kraftlyftingarmaður og Aldís Kara Bergsdóttir skautakona sem hlutu nafnbótina að þessu sinni. Alls tilnefndu 14 aðildarfélög ÍBA 38 íþróttamenn úr sínum röðum og var síðan kosið á milli 10 karla og 10 kvenna sem stjórn Afrekssjóðs hafði stillt upp. Bæði Andrea Ýr og Lárus Ingi voru á meðal 10 efstu í kjöri íþróttamanns Akureyrar. Andrea Ýr hafnaði í 6. sæti og Lárus Ingi í 10. sæti. Tveir golfarar hafa orðið íþróttamaður Akureyrar síðan 1979 þegar verðlaunin voru fyrst veitt en það eru þeir Ómar Halldórsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Lárus Harðarson – 12. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Lárus Harðarson. Hjörtur Lárus er fæddur 12.febrúar 1951 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hjörtur á 3 dætur: Steinunni Ólöfu, Erlu Björk og Hjördísi Láru. Hjörtur er margfaldur afi m.a. afi Íslandsmeistara í höggleik drengja 2013 og Íslandsmeistara í höggleik í strákaflokki 2012, Hennings Darra Þórðarsonar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hjörtur Lárus Harðarson – 70 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir (79 ára); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (68 árs); Anna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Edoardo Molinari – 11. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er ítalski kylfingurinn Edorardo Molinari. Edoardo er fæddur 11. febrúar 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Hann er sonur Micaelu, sem er arkítekt og Paolo, en hann er tannlæknir.  Edoardo er e.t.v. þekktastur fyrir að vera eldri bróðir Francesco Molinari (f. 1982). Edoardo á sér þó laglegan golfferil, gerðist atvinnumaður 1986 og hefir 10 alþjóðlega sigra, þar af 3 sigra á Evróputúrnum, í beltinu. Edoardo er kvæntur Önnu Roscio. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936-d. 6. september 2018 (hefði orðið 84 ára); Jonna Sverrisdóttir, 11. febrúar 1957 (64 ára); Davíð E. Hafsteinsson, GMS 11. febrúar 1963 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2021 | 18:00

GO: Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli 2022

Evrópumót stúlknalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ í byrjun júlí 2022. Á mótinu keppa fremstu áhugakylfingar Evrópu 18 ára og yngri. Evrópska golfsambandið, EGA, er framkvæmdaraðili mótsins. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert. Evrópska golfsambandið, Golfsamband Íslands og Golfklúbburinn Oddur hafa nú þegar hafist handa við undirbúning mótsins. Þetta verður í annað sinn sem þessir aðilar takast saman á við slíkt verkefni. GO og GSÍ komu einnig að framkvæmd á Evrópumóti á vegum EGA árið 2016. Það ár fór fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og var það einnig í fyrsta sinn sem það stórmót fór fram á Íslandi. EM Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Lyng Hjaltason – 10. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins eru Einar Lyng Hjaltason. Hann er fæddur 10. febrúar 1971 og á því 50 ára stórafmæli!!! Einar er kunnur golfkennari og hefir bæði starfað sem slíkur hérlendis og erlendis. Hann hefir á starfsferli sínum komið víða við; var m.a. íþróttastjóri GKJ (nú GM) og GL.  Einar er m.a. klúbbmeistari GOB 2012 (nú GM) og varð Íslandsmeistari 35+ árið 2013. Einar er í sambandi með Rakel Árnadóttur. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Einar með því að SMELLA HÉR:  Komast má á heimasíðu Einars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Einar Lyng Hjaltason – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Lesa meira