Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright —- 14. febrúar 2021

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 86 ára í dag.

Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu.

Mickey Wright

Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti.

Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið.

Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í röð: 1961-1965 og þar meðal 10 efstu 13 ár í röð frá 1956-1969.

Ekki minni kylfingur en Ben Hogan sagði að golfsveifla Mickey væri sú besta sem hann hefði nokkurn tíma séð.

Mickey hætti í golfi 34 ára að aldri vegna fótarmeiðsla, en hún hefir af og til tekið þátt í mótum eftir það.

Mickey vann 12 risamót á árunum milli 1958 og 1966 og hún er eini kylfingur í sögu LPGA til að hafa unnið öll 4 risamót í einu, í golfinu.

Mickey býr nú í Port St. Lucie, í Flórída og spilar enn golf af og til sér til skemmtunar.

Árið 2000 var Wright talin vera 9. besti golfari allra tíma og var á sama tíma talin fremst allra kvenkylfinga, þ.e. lenti í 1. sæti hjá Golf Digest.

Heimild: Wikipedia Þessi grein greinarhöfundar hefir áður birst fyrir nákvæmlega 8 árum á iGolf, 14. febrúar 2011.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Norman von Nieda (Guðfaðir ástralska golfsins) 14. febrúar 1914; Bruce Patton Summerhayes, 14. febrúar 1944 (77 ára); Sigurlaug Albertsdóttir (71 árs); Maurizio Veloccia, 14. febrúar 1968 (53 ára); Masanori Kobayashi, 14. febrúar 1976 (35 ára); Mark Anderson, 14. febrúar 1986 (35 ára); Maude Aimee Leblanc, kanadísk, 14. febrúar 1989 (32 ára); Töfrakonur Töfrakonur Ehf (30 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Snyrtistofan Helena Fagra (27 ára); Snorri Snorrason …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is