Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2021 | 23:45

PGA: Berger sigraði á Pebble Beach Pro-Am

Það var Daniel Berger, sem sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu, sem var mót vikunnar á PGA mótaröðinni.

Sigurskor Berger var samtals 18 undir pari, 270 högg (67 66 72 65).

Berger er fæddur 7. apríl 1993 og því 27 ára. Þetta er 4. sigur hans á PGA mótaröðinni.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð bandaríski kylfingurinn Maverick McNealy.

Patrick Cantlay og Jordan Spieth deildu síðan 3. sætinu á samtals 16 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: