Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Edoardo Molinari – 11. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er ítalski kylfingurinn Edorardo Molinari. Edoardo er fæddur 11. febrúar 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Hann er sonur Micaelu, sem er arkítekt og Paolo, en hann er tannlæknir.  Edoardo er e.t.v. þekktastur fyrir að vera eldri bróðir Francesco Molinari (f. 1982). Edoardo á sér þó laglegan golfferil, gerðist atvinnumaður 1986 og hefir 10 alþjóðlega sigra, þar af 3 sigra á Evróputúrnum, í beltinu. Edoardo er kvæntur Önnu Roscio.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936-d. 6. september 2018 (hefði orðið 84 ára); Jonna Sverrisdóttir, 11. febrúar 1957 (64 ára); Davíð E. Hafsteinsson, GMS 11. febrúar 1963 (58 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (43 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Steve Surry, 11. febrúar 1982 (39 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Fegurð fyrir þig, 11. febrúar 1985 (36 ára); Marianne Skarpnord, 11. febrúar 1986 (35 ára); Caroline Westrup, 11. febrúar 1986 (35 ára); Ryann O´Toole, 11. febrúar 1987 (34 ára); Hákon Gunnarsson, 11. febrúar 1997 (24 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is