Einar Lyng, golfkennari fyrir framan Flight Scope breiðtjaldið þar sem sjá má sveifluferilinn og ýmsar aðrar upplýsingar. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Lyng Hjaltason – 10. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins eru Einar Lyng Hjaltason. Hann er fæddur 10. febrúar 1971 og á því 50 ára stórafmæli!!! Einar er kunnur golfkennari og hefir bæði starfað sem slíkur hérlendis og erlendis. Hann hefir á starfsferli sínum komið víða við; var m.a. íþróttastjóri GKJ (nú GM) og GL.  Einar er m.a. klúbbmeistari GOB 2012 (nú GM) og varð Íslandsmeistari 35+ árið 2013.

Einar er í sambandi með Rakel Árnadóttur.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Einar með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á heimasíðu Einars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan

Einar Lyng Hjaltason. Mynd: í einkaeigu.

Einar Lyng Hjaltason – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Sigurjónsdóttir, 10. febrúar 1949 (72 ára); Unnur Ríkey Helgadóttir, 10. febrúar 1949 (72 ára); Greg Norman, 10. febrúar 1955 (66 ára); Ásgeir Ásgeirsson, 10. febrúar 1957 (64 ára); Katrín Danivalsdóttir, 10. febrúar 1958 (63 ára); Mike Whan, framkvæmdastjóri LPGA, 10. febrúar 1965 (56 ára); Steinar Páll Ingólfsson, 10. febrúar 1990 (31 árs);  Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, 10. febrúar 1992 (29 ára); Alexis Thompson 10. febrúar 1995 (26 ára);  Setrið Setbergsskóladóttir, 10. febrúar 1993 (28 ára);  Jón Otti Sigurjónsson, 10. febrúar 2000 (21 árs); Ragnar Már Ríkharðsson , 10. febrúar 2000 (21 árs); Kerrie Anderson … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is