
Evróputúrinn: Volvo Champions hefst á morgun á Fancourt links í Suður-Afríku
Ernie Els fær þá sjaldgæfu ánægju að sofa heima hjá sér þegar hann keppir á Volvo Champions, sem hefst á einum erfiðasta golfvelli Suður-Afríku: Fancourt á morgun.
Það eru aðeins sigurvegarar á Evróputúrnum 2010 og 2011 og þeir sem eru með fleiri en 10 sigra á mótaröðinni, sem fá að taka þátt í þessu 35 manna móti og fyrstu verðlaun eru € 350.000 – enginn niðurskurður er í mótinu og sá sem verður í neðsta sæti hlýtur € 22.000,-
Ernie sigraði South African Open, sem var eitt af fyrstu mótunum á Evróputúrnum 2011. Síðan þá hefir allt verið niður í móti hjá þessum 42 ára fyrrum Opna breska og bandaríska meistara, sem nú er fallinn niður í 71. sæti heimslistans.
Hann hefir séð yngri stjörnur frá Suður-Afríku þjóta upp listann framhjá sér þ.e. Charl Schwartzel (9. sæti) og Louis Oosthuizen (27. sæti) .
Ernie, Charl og Louis eru meðal 8 sigurvegara risamóta í sem þátt taka í mótinu. Hinir eru: Darren Clarke, sigurvegari Opna breska 2011, Retief Goosen, sigurvegari Opna bandaríska 2004, Pádraig Harrington sigurvegari US PGA 2008 og Opna breska 2007 og 2008, José Maria Olazabal, sem vann 2 Masterstitla 1990 og 1998 og Paul Lawrie, sigurvegari Opna breska 1999.
Ef einhver þekkir Fancourt völlinn þá er það Ernie, en heimili hans er örskotskeyrslu frá vellinum í Herold´s Bay. Einn styrktaraðila hans er m.a. þýski viðskiptajöfurinn, Hasso Plattner, sem á Fancourt.
„Ég á góðar minningar frá því að spila á linksaranum (Fancourt) bæði á mótum atvinnumanna t.d. Forsetabikarnum (2003) og líka frá fríum fjölskyldunnar hér“ skrifar Ernie á heimasíðu sína. „Völlurinn er með réttu metinn einn af bestu völlum Suður-Afríku.“
Fancourt er 6,648-metrra linksari, búinn til af mannahöndum, byggður á gömlum flugvelli og þekktur fyrir að vera krefjandi test á golfleik manna.
Þrátt fyrir að vera par-73 og með margar par-5 brautir þá voru aðeins 4 kylfingar undir pari þegar South African Open fór fram á vellinum 2005. Niðurskurðurinn miðaðist við samtals +8 yfir pari þá.
Els varð s.s. allir muna í 2. sæti á eftir keppinaut sínum til margra ára Retief Goosen.
Nú í þessari viku taka 8 kylfingar frá Suður-Afríku þátt, þ.á.m. Branden Grace, sem vann sér þátttökurétt með sigri sínum á Joburg Open um síðustu helgi og Thomas Aiken, sem er félagi í Fancourt klúbbnum.
Meðal annarra kunnra kylfinga sem taka þátt eru ungstjörnurnar Matteo Manassero, 18 ára og Tom Lewis 21 árs sem og Robert Karlsson, Simon Dyson, Thomas Bjorn og Miguel Ángel Jiminez.
Heimild: Khaleej Times
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024