
Belfry til sölu!
Hinn heimsþekkti golfstaður The Belfry er aftur til sölu aðeins 6 árum eftir að ríkasti maður Írlands keypti hann fyrir £186milljónir . Quinn var lýstur gjaldþrota í gær.
Á Belfry, sem er í Warwickskíri á 550 ekru eign hefir Ryder Cup 4 sinnum farið fram. Nú hvíla um £105milljóna skuldir á staðnum vegna gjaldþrotsins.
Á Belfry eru 3 frábærir golfvellir og þar hafa goðsagnir í lifanda lífi s.s. Tiger Woods og Seve Ballesteros keppt og ýmsar alþjóðastjörnur og fyrirmenn heimsótt staðinn s.s. t.d. George Bush and Sir Alex Ferguson.

Brabazon 1 þriggja golfvalla The Belfry


Evrópa vann Ryder bikarinn á The Belfry 1985 og 2002.
Nauðungarsalan í kjölfar gjaldþrots kemur aðeins 6 árum eftir að Quinn Group keypti staðinn í febrúar 2005.
Sean Quinn hefir tapað gríðarstórum fjárhæðum með áhættufjárfestingum og með viðskiptum við hinn dauðdæmda Anglo-Irish Bank.
Eftir að ósköpin dundu yfir í byrjun árs skipti Belfry um eigendur og er sem stendur í eigu Anglo-Irish Bank og bandaríska tryggingafélagsins Liberty Mutual.
Lánadrottnar golfstaðarins hafa leitað til fjármálaráðgjafarfyrirtækisins Ernst and Young og verið er að kanna möguleika á endkurskipulagi skulda og sölu.


Lánadrottnarnir Barclays, Certus og the Bank of Ireland eru nú sagðir leita að kaupanda að golfstaðnum, og fasteignasérfræðingnum Jones Lang LaSalle hefir að sögn verið fengið umboð til þess að sjá um söluna.
SAGA THE BELFRY
The Belfry er einn af virtustu golfstöðum heims, þar var í upphafi hótel í Warwickskíri, sem var gert að höfuðstöðvum PGA, árið 1977.
Lendurnar í kringum hótelið urðu með tímanum að háklassa lúxus golfstað og hinn frægi Brabazon golfvöllur laðar árlega til sín þúsundir gesta og kylfinga.
Þar vannst fyrsti sigur Evrópu á Bandaríkjamönnum eftir 28 ára eyðimerkurgöngu, árið 1985 og síðan fylgdi annar sigur Evrópu í kjölfarið 17 árum síðar, 2002.
Í Belfry hótelinu eru nú 324 herbergi, 22 fundarherbergi, squash og tennis völlur, klúbbur og heitir pottar.
Dularfullur fjárfestir frá Malasíu hefir sýnt áhuga á að kaupa The Belfry en búist er við fleiri tilboðum eftir að salan verður auglýst opinberlega.
Skv. einum heimildarmanni hefir þegar borist boð upp á £90milljónir frá Malasíu.
The Quinn Group keypti golfstaðinn fagra á £186 milljónir, en eftir kreppuna hefir staðurinn fallið í verði.
Quinn, sem uppnefndur er Mighty Quinn var ríkasti maður Írlands með eignir upp á £3.7 billjóna, en missti eignir sínar s.l. apríl og sótti sjálfur um gjalfþrotaskipti á búi sínu í Belfast í síðasta mánuði.
Anglo Irish Bank mun að sögn reyna að fá gjaldþrot hins 63 ára fjármálamanns, Quinn, lýst ógilt.
Búist er við miklum áhuga á sölunni, sérstaklega þegar haft er í huga að í Belfry eru höfuðstöðvar PGA.
Heimild: The Daily Mail
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig