Afmæliskylfingur dagsins: Belinda Kerr – 18. janúar 2012
Belinda Kerr fæddist í dag, 18. janúar fyrir 28 árum (þ.e. 1984) í Paddington, í Sydney, Ástralíu.
Hún er afmæliskylfingur dagsins á Golf 1.
Belinda hóf að spila golf 13 ára gömul vegna þess að bróðir hennar Jared dró hana út á völl, en hún hefir einnig keppt f.h. Queensland í Ástralíu í blaki, frjálsum og dansi.
Það var ekki fyrr en hún kláraði háskólann að hún ákvað að snúa sér algerlega að golfinu.
Belinda gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005 og hefir spilað á áströlsku ALPG mótaröðinni, sem og utan Ástralíu og þá einkum í Bandaríkjunum.
Belinda telur árið 2004 besta og stöðugasta ár sitt. Hún sigraði í Titanium Ladies Classic, og var í 2. sæti í the Queensland, South Australian og Australian áhugamannamótunum og eins í 2. sæti í the Victorian Amateur. Hún varð einnig í 1. sæti af áhugamönnum í ALPG Ladies Players Championship, árið 2005, stuttu áður en hún gerðist atvinnumaður, eins og áður segir í mars 2005.
Fyrsti sigur Belindu, sem atvinnumanns vannst strax í 4. móti hennar the Mollymook Pro-Am, Ástralíu árið 2005.
Árið 2006 spilaði Belinda á Futures Tour í Bandaríkjunum og var besti árangur hennar þar T-47 það ár. Belinda hefir m.a. farið holu í höggi og á 7 vallarmet á völlum í Ástralíu.
Belinda er ein af þeim áströlsku kvenkylfingum tóku þátt í gerð „Top Shots: Women of Professional Golf 2007 Calendar“, sem olli miklu fjaðrafoki í Ástralíu Myndin hér að ofan er einmitt úr því dagatali. Hún þykir með kynþokkafyllri kvenkyns atvinnukylfingum.
Þessi grein greinarhöfundar birtist áður á iGolf 18. janúar 2011, en birtist hér uppfærð og að nokkru breytt.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024