Q-school LET: Tinna var á 79 höggum í dag
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk við að spila 3. hring á lokaúrtökumóti LET nú rétt í þessu. Hún kom í hús á 79 höggum; fékk 3 skolla á fyrri 9 og 5 skolla á seinni 9. Samtals spilaði Tinna á +8 yfir pari í dag. Samtals er Tinna því búin að spila á +16 yfir pari þ.e. samtals 231 höggi (76 76 79) og vonir um að hún verði meðal 50 efstu orðnar ansi daufar. Tinna er sem stendur í 93. sæti þegar þetta er ritað kl. 14:15. Sætistalan getur breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik.
Sem stendur er enska stúlkan Jodi Ewart í efsta sæti er samtals búin að spila á -10 undir pari og á 9 holur eftir ókláraðar af 3. hring.
Þær sem deila 46. sætinu eru allar á +7 yfir pari og þyrfti Tinna að vinna upp 6-8 högg á morgun til þess að eiga möguleika á takmörkuðum þátttökurétti á LET og því að komast í 5. hring.
Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun.
Til þess að sjá stöðuna á 3. degi Q-school LET smellið HÉR:
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1