Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sólrún Viðarsdóttir og Unnur Pétursdóttir – 17. janúar 2012

Það eru tvær heiðurskonur, sem eru afmæliskylfingar dagsins Sólrún Viðarsdóttir og Unnur Pétursdóttir (sjá mynd hér að ofan) Sólrún fæddist 17. janúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Unnur fæddist 17. janúar 1957 og á því 55 ára stórafmæli í dag!

Sólrún er fyrsti jógakennarinn á Íslandi sem útskrifast með kennararéttindi í jóga fyrir kylfinga (YFG = Yoga for Golfers) frá Katherine Roberts í Arizona. Hún kennir svokallað Power Yoga fyrir kylfinga og dansara. Eins og segir á heimasíðu Sólrúnar er helsti ávinningur af því að bæta jóga við æfingaprógramm kylfingsins:

  • Lengri högg
  • Bætt sveifla, jafnari taktur og tempó og aukið úthald
  • Betri einbeiting
  • Meira jafnvægi
  • Lægri forgjöf
  • Meira sjálfstraust á golfvellinum
  • Minni líkur á meiðslum
  • Ánægðari kylfingar

Sjá má heimasíðu afmæliskylfingsins okkar og golfjógakennara með því að smella hér: SÓLRÚN VIÐARSDÓTTIR – POWERYOGA

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:   Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (77 ára);  Lucie Andre, 17. janúar 1988 (frönsk – LET – 24 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með stórafmælin!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is