
Afmæliskylfingur dagsins: Fredrik Anderson Hed – 20. janúar 2012
Það er sænski kylfingurinn Fredrik Anderson Hed sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann á 40. ára stórafmæli í dag.
Fredrik Anderson Hed fæddist 20. janúar 1972 í Halmstad, í Svíþjóð.
Sem áhugamaður varð hann sænskur unglingameistari árið 1989 (í flokki 17-18 ára) og sigraði einnig á European Young Masters, árinu á eftir, 1990.
Fredrik gerðist atvinnumaður í golfi tvítugur að aldri, þ.e. árið 1992 og spilaði fyrst á Challenge Tour, þar sem hann sigraði tvívegis; í fyrra skiptið árið 1993 á Toyota PGA Championship og í seinna skiptið, árið 2000, á Le Touquet Challenge de France.
Fredrik átti í erfiðleikum með að komast á Evróputúrinn, fór hvað eftir annað í úrtökumót.
Hann var þekktur sem Fredrik Anderson allt til ársins 2004 þegar hann kvæntist löndu sinni Önnu Hed og skeytti eftirnafni hennar við sitt.
Fredrik og Anna eiga tvö börn, Viggó (f. 2005) og Mollý (f. 2008).
Fredrik Anderson Hed sigraði í fyrsta sinn á Evróputúrnum á s.l. ári, á BMW Opna ítalska, en það var 245. tilraun hans til sigurs á Evróputúrnum.
Besta árið hans til þessa á Evróputúrnum var einmitt 2010 þegar hann varð í 22. sæti á Order of Merit.
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Tom Carter, 20. janúar 1968 (44 ára); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (42 ára); Konráð V. Þorsteinsson, GA, 20. janúar 1973 (39 ára); Derek Fathauer, 20. janúar 1986 (26 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1