Myndskeið: Tiger ekkert ánægður með bók fyrrum sveifluþjálfara síns, Hank Haney
Sex risamótstitlar og 31 sigur á PGA Tour er heildarfjöldi titla sem Tiger náði á 6 ára tímabili samstarfs síns við fyrrum sveifluþjálfara sinn Hank Haney. Ef Tiger fengi einhverju ráðið lyki umfjöllum um samstarf þeirra þar.
En svo er nú aldeilis ekki. Haney er nefnilega búinn að gefa út nýja bók „The Big Miss“, sem hann skrifaði ásamt aðalpenna Golf Digest Jaime Diaz, en bókin á að veita fordæmislausa innsýn inn í tíma Haneys sem sveifluþjálfa Tiger. Það kemur því ekki á óvart að Tiger er ekkert of ánægður með gang mála.
Hank Haney (t.v.) og Tiger Woods (t.h.)
Hér má sjá myndskeið af viðtali ESPN.com við Tiger: an interview with ESPN.com, Þar segir Tiger Woods m.a., „Mér finnst hún (bókin) „ópró“ (þ.e. skammst. á „óprófessíonel“ ekki sæmandi atvinnumanni) og veldur útgáfa hennar mér miklum vonbrgiðum, sérstaklega vegna þess að útgefandi hennar er einhver sem ég vann með og treysti sem vini.“
Tiger er jafnframt ekki hrifinn af tímasetningu á útgáfu bókarinnar, en hún er væntanleg fyrir Masters í apríl.
„Þetta er það sem ég vísaði til hér áðan,“ sagði Tiger í viðtalinu á ESPN.com. „Mér finnst þessi bók skrifuð af mikilli eigingirni.“
Hank Haney brást við ummælum Tiger á Twitter (@HankDHaney, þar sem sagði: „The Big Miss er golfsaga. Ég fylgdist með mikilfengleik og er spurður um þetta tímabil öllum stundum. Ég vildi deila þessu með öllum á réttmætan og heiðarlegan hátt.“
Tiger hefir ekki sigrað á opinberu PGA móti frá því leiðir við Haney skildu í maí 2010. Hann vann hins vegar fyrsta mót sitt s.l. deseember, Chevron World Challenge, undir nýja sveifluþjálfara sínum Sean Foley, eftir frábæra frammistöðu í Forsetabikarnum.
Tiger spilar á fyrsta móti sínu 2012 í næstu viku (26. janúar): Abu Dhabi Championship. Fyrsta mótið, sem Tiger spilar síðan á, á PGA Tour verður 2 vikum síðar á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, þar sem hann mun spila við aðalmann Dallas Cowboys í Bandaríska fótboltanum þ.e.: Tony Romo.
Í nýlegri auglýsingu fyrir bókinni sagði Haney: „Ef Tiger les hana þá held ég ekki að hún muni stuða hann.“
Jafnvel án þess að lesa hana er Tiger pirraður.
„Það hafa verið skrifaðar einstrengingslegar bækur um mig og ég held að fólk skilji að þessi bók snýst um að mala peninga. Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að lesa hana,“ sagði Tiger.
Heimild: Golf Digest
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024