Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Branden Grace í 1. sæti þegar Volvo Golf Champions er hálfnað

Branden Grace leiðir þegar Volvo Golf Champions er hálfnað. Grace er samtals búinn að spila á -12 undir pari, samtals 134 höggum (68 66). Í dag hlaut Grace 8 fugla og 1 skolla á hinum erfiða par-73 Fancourt linksara.

Í 2. sæti eru landi Grace, Thomas Aiken, og Englendingurinn Lee Slattery 4 höggum á eftir á samtals 138 höggum (68 70).  Slattery átti besta hringinn í dag; 65 högg, þar sem dagsins ljós litu 10 fuglar og 2 skollar.

Í 4. sæti er síðan Spánverjinn og Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal á samtals -7 undir pari, samtals 139 höggum (71 68).

Til þess að sjá stöðuna á Volvo Golf Champions þegar mótið er hálfnað smellið HÉR: