Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 10:30

PGA: Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseti og Greg Norman spila á Humana Challenge í dag

Hann hefir ekki hugmynd um hver forgjöf hans er í augnablikinu.

„En hún er há,“ sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti brosandi og yppti öxlum. „Ég verð að spila betur en ég geri venjulega til þess að forða því að Greg Norman minni mig á spilamennsku mína það sem eftir er lífsins.“

Ástralska goðsögnin er nú samt líklegri en ekki að fara mjúkum höndum um 42. forseta Bandaríkjanna þegar þeir tveir spila saman á 3. hring Humana Challenge á Palmer golfvellinum í PGA West. Í hollinu eru sem fer út kl 13:20 að staðartíma (21:20 að íslenskum tíma) eru líka Scott McCarron og Mike McCallister, framkvæmdastjóri Humana, sem gengið hefir til liðs við
Clinton Foundation til þess að hleypa nýju lífi í mótið, sem áður hét Bob Hope Classic.

Í dag verður það í 2. skiptið sem Bill Clinton spilar á PGA TOUR, í gullfallega Coachella dalnum. Hann var varla búinn að vera í embætti meira en 2 ár þegar hann spilaði fyrst á PGA – en það var fyrir hvatningu frá vini hans Bob Hope. […] Þá spilaði Bill við tvo fyrrum forseta George H.W. Bush ogGerald Ford og Scott Hoch.

„Ég man eftir því að við þrír (forsetarnir) spiluðum óvenju illa þennan dag,“ sagði Bill Clinton í gær þegar hann talaði við lítinn hóp blaðamanna sem stóð um 3 metra frá glerboxinu þar sem Calamity Jane pútterinn hans frægi er til sýnis. „… Ég flaug hingað og kom beint af vellinum kl. 3 að morgni úr Hvíta húsinu. Ég fékk u.þ.b. 3 klst. svefn… og á 1. teig hook-uðu bæði Ford og Bush og ég sky-aði minn til hægri.“

Bill Clinton talaði við lítinn hóp blaðamanna á Humana Challenge í gær. Mynd: PGA

„Guði sé lof stóðu allir áhorfendur til vinstri – þannig að þeir báru ábyrgð og særðum og dauðum en ég var samt ekki að spila ögn betur en þeir.“

Bob Hope, sem var 91 árs á þessum tíma spilaði 4 holur með forsetatríóinu. Hann söng fyrir okkur allan tímann,“ rifjaði Clinton upp brosandi. Hann minntist þess líka að Scott Hoch spilaði einstaklega vel frá teig að greeni „örugglega með því besta sem ég hef séð. Ef hann hefði sett niður öll 2 metra púttin, hefði hann örugglega veri ðá 60 eða 61.“

„Ég spilaði illa en skemmti mér vel.“

Það komu svo margir blaðamenn að fjalla um 1. hringinn 1995 að sértök miðstöð var komið á fót bara fyrir blaðamenn Hvíta hússins. Áhangendur lögðu bílum sínum fjarri golfvellinum og voru ferjaðir í rútum (öryggisráðstöfun) að aðaldyrunum að Indian Wells Country Club. Öryggisráðstafanirnar voru svipaðar þeim sem eru í dag á flugvöllum og eftir að leitað hafði verið á áhangendum urðu þeir engu að síður að ganga 1 km bara til þess að komast á völlinn.

Svo er ekki í ár. Jafnvel þótt Clinton hafi sína öryggisverði þá hefir hann farið um allt og verið óvenju aðgengilegur, svo undrun sætir… hann hefir tekið í hendur á áhangendum og endurnýjað gömul kynni m.a. við mann sem hann kynntist fyrst í Norð-vestur Arkansas árið 1974. Maðurinn vann að fyrsta framboði Clinton fyrir 38 árum.

clinton-finchem.jpg
Heilbrigði skiptir máli (ens.: Health Matters)
Humana Challenge vikan hófst á „Heilbrigði skiptir máli“-ráðstefnu, sem Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseti og framkvæmdastjóri PGA TOUR,  Tim Finchem sátu. Lesa má um ráðstefnuna: here.

Clinton nýtur samskiptanna við áhangendurna, við keppendur og… skyldi nokkurn undra eiginkonur þeirra. Notah Begay, 4-faldur sigurvegari á PGA Tour, sem er með sjóð sem styður heilbrigði índíána var einn af ræðumönnum á „Heilbrigði skiptir máli“ ráðstefnu Clintons á þriðjudaginn. Forsetinn vonast til þess að fleiri kylfingar af túrnum taki þátt í móti hans í framtíðinni.

Clinton sagðist hafa verið sérlega hrifinn þegar hann hitti Heather Crane, en eiginmaður hennar Ben Crane er nú í forystu þegar mótið er hálfnað, ásamt þeim David Toms og Mark Wilson. Heather er í stjórn Love 146 (INNSKOT: sem Golf 1 hefir áður fjallað um á Facebook, sjá grein frá 7. september 2011,  um eiginkonu Webb Simpson, Dowd, sem einnig var með í ferðinni til Kambódíu og lætur sig málefni LOVE 146 varða – eins og við öll ættum að gera!!! Já, það gerast góðir hlutir í golfi, langt umfram leikinn sjálfann, sem er frábær í sjáflu sér!) en stofnunin beitir sér fyrir afnámi á sölu barna í kynlífsþrælkun. Sjá um LOVE 146 hér Heather tjáði Bill m.a. hversu mikils hún mæti áhugann, sem eiginkona hans, Hillary Clinton, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði sýnt málefninu.

„Heather sagði mér að hún hefði sjálf verið í Kambódíu og Thaílandi og hefði reynt að stöðva sölu ungra stúlkna í kynlífsþrælkun og ég hugsaði með sjálfum mér að það væri ekki 1% af golfáhangendum, hvað þá flestallir íbúar í Bandaríkjunum sem hefðu hugmynd um að nokkur sem tengdist (PGA) túrnum, þ.á.m. eiginkona eins keppanda þar væri að vinna að þessu málefni,“ sagði Clinton. „Þetta er reglulegt gott og verðugt málefni.“

Clinton segist stoltur af því hvernig mótinu hefir verið tekið. Hann skrifaði nokkur bréf til atvinnukylfinga en hringdi aðeins í tvo … góðan vin sinn Greg Norman og hinn Phil Mickelson, sem hafði hvort eð er ætlað að taka þátt. „Þannig að þetta snerist bara um hvort við gætum unnið saman en stofnun sem hann (Phil) og Amy eiginkona hans reka, sinnir mikið málefnum varðandi heilsu og menntun,“ sagði Clinton.

Forsetinn hældi Humana fyrir framsýni fyrirtækjarisans í heilbrigðismálum og því að stuðla að heilbrigði, jafnframt því sem hann hrósaði framkvæmdastjóra PGA Tour, Tim Finchem fyrir að hafa „hugmyndarflugið“ að koma á samstarfi stofnananna 3 á svona nýungagjarnan hátt. Þessi vika er heldur ekkert auðveld fyrir Clinton heldur. „Ég hef skuldbundið mig,“ sagði hann. „Fyrst og fremst er þetta góður tími fyrir mig en þetta er líka á mína ábyrgð.“

Rétt fyrir blaðamannafundinn í gær hafði Clinton horft á nýliðann á PGA, Erik Compton, spila. Í þessum 32 ára kylfingi sér Clinton allt sem hann hefir verið að stefna að með vinnu sinni.

„Ég horfði á Erik Compton slá 300 yarda dræv,“ sagði Clinton með aðdáunartón. „Hann er búinn að fara í gegnum 2 hjartaígræðslur og hann fer ekki um völlinn í golfbíl. Hann gengur.“

„Og maður skyldi ætla að ef einhver geti tekist á við alvöru vandamál og lifað lífinu sem hann (Crompton) lifir, þá ættum við hin að vinna meir í því að halda heilbrigði og gera heilbrigðiskerfið okkar ekki gjaldþrota og draga þannig úr getu barna okkar að ala upp barnabörnin, þannig að lífslíkur þeirrar kynslóðar verði skemmri en foreldra þeirra.“

Heimild: PGA Tour.