Nikki Garrett
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 19:00

ALPG: Hver er kylfingurinn: Nikki Garrett?

Hér á Golf 1 hefir verið bryddað upp á þeirri nýjung að fylgjast með ALPG (ensk skammst. fyrir: Australian Ladies Professional Golf).  Mikið af þekktum kylfingum af Evróputúr kvenna spilar í Ástralíu snemma árs og fyrstu mót Evróputúrsins eru mót sem haldin eru í samvinnu við ALPG.  Fyrsta mót LPGA er líka í samvinnu við ALPG, en það er ISPS Handa Women´s Australian Open, sem haldið er í Victoríu, í Ástralíu og fer fram 9.-12. febrúar n.k.

Nikki Garrett

Ástralskir kvenkylfingar eru kannski ekki mjög þekktir hér á Íslandi og spurning hvort meðalkylfingurinn á Íslandi gæti nefnt 10 ástralska kvenkylfinga? Hér er ætlunin að kynna ástralska kvenkylfinga og verður byrjaði á Nikki Garrett.

Nikki fæddist í Gosford, New South Wales (skammst. NSW) 8. janúar 1984 og er því 28 ára. Í dag býr hún á Shelly Beach á NSW. Hún er e.t.v. þekktari en margar stöllur hennar í Ástralíu því fyrir 4 árum, 2008, var Nikki valin heitasti kvenkylfingur allra tíma af sportscrunch.com, en vefsíðan birti nokkrar myndir af Nikki sem sjá má hér: NIKKI GARRETT HOTTEST FEMALE GOLFER OF ALL TIME

Eins spilar Nikki í mótum á Evrópumótaröð kvenna.

Nikki gerðist atvinnukylfingur árið 2005. Á ferli sínum hefir henni 3 sinnum tekist að landa sigri, 1 sinni í Ástralíu og 2 sinnum utan. Á ferli sínum hefir hún unnið sér inn  $105,965.35 á ALPG (u.þ.b. 13 milljónir íslenskra króna) en hefir unnið sér inn margfaldar fjárhæðir gegnum auglýsingasamninga og módelstörf í tengslum við golfið.

Nikki segir fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði að spila golf. Meðal áhugamála hennar fyrir utan golfið eru verlsunarferðir, box, squash, að fara á ströndina og hlusta á góða tónlist.

Í Ástralíu er Nikki félagi í Magenta Shores Country Club og Oakley.

Á síðasta ári var spilaði Nikki í 20 mótum og varð 3 sinnum meðal 10 efstu: Hún varð T-6 í Open de France Feminin, T-8 í UNIQA Ladies Golf Open og T-9 í Prague Golf Masters.  Nikki varð í 34. sæti á Henderson peningalista Evrópumótaraðar kvenna með €63.599,97 í verðlaunafé (u.þ.b. 10 milljónir íslenskra króna.)