Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 11:00

PGA: Phil Mickelson uppástendur að vera í fínu formi… þó hann hafi ekki náð niðurskurði í Farmers Insurance Open í Torrey Pines

Phil Mickelson uppástendur að golfleikur hans sé í fínu formi þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Torrey Pines í gær, en hann segir að hann hafi bara ekki tekið gott gengi á æfingasvæðinu með sér á völlinn.

Mickelson var langt um verstur á fyrsta hring Farmers Insurance Open í Kaliforníu, þegar hann skilaði sér í hús á 77 höggum.

Því var mest um að kenna ónákvæmni hans af teig, en hann var mjög villtur og boltarnir flugu í allar áttir.

Góður seinni hringur upp á 68 högg var bara ekki nóg til þess að fleyta þesssum frábæra, örvhenta kylfingi inn í áframhaldandi leik um helgina og hann var vonsvikinn en líka skemmt yfir fyrsta hring sínum sérstaklega.

Í íþróttaþáttum og golfstöðvum erlendis var sýnt efni af Phil þar sem hann, fjórfaldur risamótameistarinn, var að leita að bolta eftir slæmt högg en í viðtölum hélt hann því staðfastlega fram að almennt séð væri golfleikur hans í fínu lagi og hann hefði engar áhyggjur af neinu sérstöku.

Þess í stað uppástóð Phil að hann væri að slá vel á æfingasvæðinu, en hefði bara ekki tekið gott gengi þar með sér í mótið.

Phil Mickelson

„Það er auðvelt fyrir mig að sjá muninn og munurinn er að ég er ekki að taka það (góða gengið) með mér af æfingasvæðinu og á völlinn,“ sagði Mickelson.

„Ég hef verið betri á æfingum síðustu mánuði, en ég hef nokkru sinni verið . Ég á bara í vandræðum með að yfirfæra (gott gengi á æfingasvæðinu) á völlinn.“

„Ég veit ekki nákvæmlega af hverju það stafar, en góðu fréttirnar eru þær að það er enginn tiltekinn hluti leiks míns sem er slæmur.“

Hinn 41 ára var hissa á slæmu gengi sínu, þar sem hringur upp á 77 sl. fimmtudag kom verst við hann eftir gott gengi á æfingum.

„Hringurinn í gær var sjokk vegna þess að væntingar mínar voru svo háar og vegna þess að ég vissi að ég vari að spila vel,“ bætti Phil við.

„Að vera á þessu skori var… ég veit ekki hvað skal segja. Ég verð bara að hætta að hugsa um það og halda áfram.“

Framför

Hringurinn á fimmtudaginn (77) varð til þess að hann þurfti á mjög lágu skori að halda til að ná niðurskurði og jafnvel þó 2. hringurinn á hinum auðveldari Norður-velli væri framför var það ekki nóg.

(INNSKOT: Seinni hringur Phil Mickelson var upp á 68 högg hann hefði þurft að vera á 65 höggum til þess að komast í gegnum niðurskurð).

„Það er ekki hægt að fara út og búast við að ná slíku skori,“ sagði Phil. „Maður verður bara að taka því sem gerist viðkomandi hring.“

„Maður verður bara að fá fugla hér og þar og græða á par-5-unum. Ég gerði ekki nóg til þess eða til þess að láta verða af því. Þetta var „allt í lagi“ hringur, en ég varð að vera á frekar lágu skori.“

Mickelson viðurkennir að það sé ekki oft að hann standi sig vel á æfingum en spili síðan illa í mótum og það væri aðalástæða þess að hann væri svo ruglaður í ríminu.

„Þetta kemur fyrir en það er reyndar óvenjulegt,“ sagði hann.

„Þegar manni líður vel á æfingasvæðinu, þá er miklu auðveldara að yfirfæra það á golfvöllinn. Ég er ekki viss. Það er orðið nokkuð síðan, en þetta á til að koma fyrir.“

Heimild: Sky Sports