Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 16:00

Magnús Birgisson, golfkennari, verður með kynningu á SeeMore pútterum í Kauptúni sunnudaginn 19. febrúar kl. 14-16

Magnús Birgisson, golfkennari, verður með kynningu á SeeMore pútterum í Kauptúni, inniaðstöðu GO, sem er beint á móti IKEA, næstkomandi sunnudag milli kl. 14 og 16. Farið verður í nokkrar skemmtilegar púttæfingar og nýi SeeMore pútterinn kynntur. Þess mætti geta að Magnús vann nú nýverið púttkeppni golfkennara PGA á Íslandi og fékk að klæðast hinni eftirsóttu grænu lopapeysu að launum. Magnús sagði í samtali við Golf 1 að hann hefði einmitt notað SeeMore púttara í því móti.

Maggi Birgis - Pútt meistari PGA 2011 - í sigurlaununum - grænu lopapeysunni. Á myndinni eru einnig Einar Lyng (f.m) og Sigurpáll Geir Sveinsson (t.h). Mynd: PGA á Íslandi.

Sjá má skemmtilegt myndskeið um þau 3 atriði sem hafa ber í huga þegar púttað er með SeeMore, með því að smella HÉR: 

Fleiri slík myndskeið, sem og aðrar upplýsingar um SeeMore púttera, sem fást í allskyns gerðum m.a. sem magapútter (ens.: bellyputter) má sjá á heimasíðu Seemore, HÉR: