Annika Sörenstam
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 10:00

Annika Sörenstam hafnar fyrirliðastöðu liðs Evrópu í Solheim Cup

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Annika Sörenstam sagði að hún hefði hafnað tækifæri til að taka að sér fyrirliðastöðu Solheim Cup liðs Evrópu, en næst er keppt í Bandaríkjunum.

Hin sænska, 41 árs Annika sagði að hún gæti ekki varið tímanum sem nauðsynlegur væri í lið Evrópu og Solheim „fjölskylduna“ s.s. þörf væri á.

Sörenstam dró sig úr keppnisgolfi 2008 og á tvö börn, Övu Madelyn og William Nicholas. Hún ásamt Jack Nicklaus hafa lagt fram tillögu að hönnun á nýja Ólympíugolfvellinum í Rio de Janeiro og það tekur mikinn tíma frá henni.

Annika spilaði í Solheim Cup 8 sinnum og vann 24 stig í 37 leikjum, fyrir Evrópu.

Á heimasíðu sinni sagði Sörenstam: „Solheim Cup hefir verið mikilvægur hluti ferils míns og ég vona að einn dag muni ég vera fyrirliði Solheim Cup liðs Evrópu.“

Evrópu hefur titilvörnina á næsta ári í Parker, Colorado, Bandaríkjunum.