Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 07:00

PGA: Phil Mickelson efstur eftir á Northern Trust – hápunktar og högg 1. dags

Phil Mickelson hefir tekið forystu á Northern Trust Open, sem hófst í gær á Riviera GC í Pacific Palisades. Phil fékk 6 fugla og 1 skolla, spilaði á -6 undir pari, 66 höggum.   Í viðtali eftir hringinn sagði Phil m.a. vera fullur sjálfstrausts eftir gott gengi í upphafi árs þar sem hann hefði átt æfingahringi upp á -10 undir pari.  Hins vegar hefði slæm byrjun á árinu sett strik í reikninginn en síðan hefði verið gott að koma tilbaka með sigri á Pebble Beach. Sjálfstraust hans væri því mikið í augnablikinu.

Í 2. sæti eru JB. Holmes og Hunter Mahan 1 höggi á eftir. Jonathan Byrd og Svíinn Carl Petterson eru síðan enn 1 höggi á eftir á 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Northern Trust Open smellið HÉR:              

Til þess að sjá myndskeið frá 1. degi á Northern Trust Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags sem Hunter Mahan átti á par-3, 16. holunni  á Northern Trust Open, smellið HÉR: