Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jordan – 17. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Michael Jordan, fyrrum körfuboltakappi en hann er mikill áhugamaður um golf. Michael er fæddur 17. febrúar 1963 í Brooklyn, New York og er því 49 ára. Michael er vinsæll í Pro-Am styrktar- og góðgerðarmótum. Eins komst hann í fréttirnar s.l. haust þegar til stóð að hann yrði aðstoðarmaður Fred Couples í Forsetabikarnum. Af því varð þó ekkert þar sem verkalýðsmál hömluðu að hann færi, en Michael er í stjórn körfuboltaliðs, þar sem leikmenn höfðu lagt niður leik vegna krafna um hærri laun. Michael kaus því að vera heima í Bandaríkjunum í samningsviðræðum við verkfallsforystuna, í stað þess að fara til Ástralíu í Forsetabikarinn og það var John Cook sem tók sæti hans.
Hér má sjá 3 stutt myndskeið með afmæliskylfingnum í golfi:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Michael Hoke Austin, f.  17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005

F. 17. febrúar 1995 (17 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is