Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 14:45

LPGA: Karrie Webb leiðir í Thaílandi

Hin ástralska Karrie Webb leiðir eftir 2. dag Honda LPGA Thaíland 2012, þegar leik var frestað vegna eldinga í Chonburi, í Siam Country Club á Pattaya Old Course þar sem mótið fer fram. Webb var á -10 undir pari og á 2 högg á þær sem næstar koma, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jiyai Shin, sem spilaði á -8 undir pari (70 66)  og Amy Yang, sem líkt og Webb á eftir að ljúka leik, en báðar hafa aðeins lokið að spila 14 holur.

Suzann Pettersen, Caroline Hedwall og NaYeon Choi deila sem stendur 4. sætinu á -7 undir pari en Choi á eftir að klára 4 holur.

Núverandi nr. 1 í heiminum Yani Tseng spilaði á -6 undir pari og deilir 7. sæti með Amöndu Blumenherst og Pornanong Phatlum  og eins enn annarri sem var nr. 1 á heimslistanum um skeið og leiddi eftir gærdaginn, Ai Miyazato, en Ai á eftir að spila 5 holur.

Af öðrum kvenkylfingum mætti  t.d. nefna að Cristie Kerr er T-18 á samtals -2 undir pari (74 68); Michelle Wie (75 68) er líkt og Azahara Muñoz T-32; Sandra Gal er T-40 (76 69) og sú yngsta Lexi Thompson er búin að spila stöðugt golf  +1 yfir pari báða dagana  (73 73) og er T-47.

Til þess að sjá stöðuna á Honda LPGA Thaíland 2012, eftir 1. dag smellið HÉR: