Vallarstjóri Sunningdale, Murray Long, meðal fyrirlesara á ráðstefnu SÍGÍ, sem hefst á morgun
Í tengslum við aðalfund Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna fer fram ráðstefna sem hefst á morgun föstudaginn 24. febrúar og lýkur laugardagskvöldið 25. febrúar næstkomandi. Það er óhætt að fullyrða að dagskráin er glæsileg, en meðal fyrirlesara er m.a. Murray Long, vallarstjóri á Sunningdale, sem er einn af bestu golfvöllum Evrópu.
Einnig koma fram íslenskir fyrirlesarar, þ.e. Steindór Ragnarsson, GA, vallarstjóri á Jaðri; Bjarni Hannesson, GG, vallarstjóri Golfklúbbs Grindavíkur, Brynjar Sæmundsson, framkvæmdarstjóri Grastec og eins veita stórkylfingarnir Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurgeir Páll Geirsson þeirra sýn á starf vallarstjórans og umhirðu golfvalla.
Dagskrá 2 daga ráðstefnu SÍGÍ, sem haldin er í Vörninni á Laugardalsvelli, er eftirfarandi:
Föstudagur, 24. febrúar:
16:00 Aðalfundur SÍGÍ
17:30 Murray Long. Vallarstjóri á Sunningdale
– Mitt starf á Sunningdale, frá fortíð til framtíðar
18:15 Chris Hague. Vallarstjóri á Parken. Þjóðarleikvang Dana
– Viðhald fjölnota knattspyrnuvallar
19:10 Dagskrárlok
Laugardagur, 25. febrúar:
9:00 Dr. Stephen Baker. STRI
– Undirbúningur knattspyrnuvalla fyrir stórmót. Vinna STRI við HM 2010 í S –
Afríku og EM 2012 í Póllandi og Úkraínu.
9:45 Henry Bechelet. STRI
– Röskunarkenningin. (e. Disturbance theory)
10:30 Kaffi
10:45 Steindór Ragnarsson. Vallarstjóri á Jaðri, Golfklúbbi Akureyrar
– Breytingar á Jaðri og baráttan við erfitt veðurar
11:20 Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurpáll Geir Sveinsson frá PGA á Íslandi,
atvinnukylfingar og margfaldir Íslandsmeistarar í golfi.
– Þeirra sýn á starf vallarstjórans og umhirðu golfvalla
12:00 Matur í boði Grastec
12:45 Steve Woods. STRI
– STRI – Stöðug framþróun
13:15 Dr. Stephen Baker. STRI.
– FIFA global review of pitch provision – heimsókn til Íslands og fleiri landa.
14:00 Kristján Guðmundsson þjálfari meistaraflokks Vals í knattspyrnu karla.
– Sýn þjálfara á starfi vallarstjóra og umhirðu knattspyrnuvalla
14:30 Kaffi.
14:45 Bjarni Hannesson Ms, vallarstjóri Golfklúbbs Grindavíkur og Brynjar Sæmundsson,
framkvæmdarstjóri Grastec
– Reynsla af notkun Primo Max
– Lífverur í jarðvegi og starfsemi þeirra
15:30 Henry Bechelet. STRI
– Að hámarka gæði golfflata. (e. Optimising playing quality)
16:15 Dagskrárlok.
19:30. Matur í Grafarholti. Borðhald hefst kl. 20:00
– Þríréttaður veislukvöldverður þar sem boðið verður upp á sjávarréttasúpu í forrétt,
lambaprime í aðalrétt og súkkulaðiköku í eftirrétt.
Heimild: www.sigi.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024