
PGA: Luke Donald laut í lægra haldi fyrir Ernie Els – nr. 1 á heimslistanum á leið heim eftir 1. hring á heimsmótinu í holukeppni
Númer 1 á heimslistanum, Luke Donald, er á leiðinni heim eftir að hafa aðeins spilað 1 hring á heimsmótinu í holukeppni.
„Svona er golfið stundum“ sagði Luke Donald eftir að hafa tapað 5&4 fyrir Ernie Els á 1. degi heimsmótsins. „Þetta er hvikull leikur og stundum bítur hann.“
Luke Donald hafði svo mikla yfirburði á síðasta ári þegar hann sigraði á heimsmótinu í holukeppni að hann lauk öllum leikjum sínum áður en komið var á 18. flöt. Hann mun heldur ekki spila lokaholuna á Dove Mountain á þessu ári.
Ernie Els, rétt skreið inn á heimsmótið í holukepppni, þ.e. rétt náði að vera meðal 64 efstu á heimslistanum sem hljóta þátttökurétt í mótinu þegar Phil Mickelson ákvað að fara með fjöskylduna í skíðafrí. Ernie náði forystunni í viðureigninni við Luke á 8. holu og lét hana ekki af hendi eftir það.
Þetta er í fyrsta sinn sem Luke Donald tapar á 1. hring í heimsmótinu í holukeppni af öllum 8 skiptunum, sem hann hefir tekið þátt í mótinu.
„Ég held ekki að það myndi hafa skipt máli við hvern ég spilaði í dag. Ég var ekki að spila vel,“ sagði Luke. „Ég strögglaði. Ég gaf frá mér allt of margar holur og gerði of mörg mistök. Það er ekki hægt í holukeppni og alls ekki gegn Ernie.“
Heimild: PGA Tour
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023