Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steve Stricker – 23. febrúar 2012

Steven Stricker alías Mr. September fæddist 23. febrúar 1967 í Edgerton, Wisconsin og er því 45 ára í dag.

Steve fékk viðurnefnið Mr. September vegna góðs árangur síns í FedEx Cup umspilunum, þar sem hann hefir aldrei verið neðar en í 25. sæti, öll þau 11 skipti, sem hann hefir tekið þátt.

Hann er nr. 5 á heimslistanum, sem stendur, en hefir hæst náð 2. sætinu.

Eiginkona Steve smellir hér kossi á mann sinn

Steve er best þekktur fyrir frábæra púttstroku sína og eins einfalda og mjúka golfsveiflu.

Hann ólst upp við að spila golf bæði í Lake Ripley Country Club í bænum Cambridge og í Edgerton Towne Country Club in Edgerton.

Steve útskrifaðist 1990 frá  University of Illinois, eftir farsæl 4 ár í bandaríska háskólagolfinu og gerðist atvinnumaður í golfi.

Hann hóf ferilinn á Canadian Professional Golf Tour, þar sem hann vann 2 mót.

Hápunkti ferils síns náði hann árið 2009, þegar hann vann 3 mót á PGA mótaröðinni og endaði í 2. sæti heimslistans.

Steve hóf að spila á PGA mótaröðinni 1994. Af alls 20 sigrum á ferli sínum, sem atvinnumaður hafa 12 unnist á þeirri mótaröð, þeir fyrstu árið 1996 (Kemper Open og Motorola Western Open) auk þess sem hann varð 7 sinnum meðal 10 efstu það ár.

Þriðji sigur Steve kom á WGC-Accenture Match Play Championship, árið 2001, þegar hann sigraði Pierre Fulke 2& 1 í Ástralíu og vann sér inn $1,000,000 í verðlaunafé. Nú í vikunni fer það mót einmitt fram og bar Steve sigurorð af Kevin Na s.l. nótt og mætir Louis Oosthuizen í næsta leik sínum.

Steve sigraði síðan næst á Barclays mótinu 26. ágúst 2007 og batt þar með endi á 11 ára sigurleysi á bandarískri grund.

Steve Stricker sigurvegari á Barclays 2007.

Sigrar 5-7 unnust s.s. áður segir árið 2009.

Áttundi sigur Steve vannst fyrir ári síðan þegar hann sigraði á Northern Trust Open í febrúar 2010, eftir að hafa náð hring upp á 70, sem nægði til að komast í samtals -16 undir par og samtals 268 högg, en þar með náði hann 2. sætinu af Phil Mickelson á heimslistanum.

Níundi  sigur Steve Stricker á PGA mótaröðinni vannst í júlí 2010, þegar hann náði hring með lægsta skori ferils síns, 60 höggum á  John Deere Classic á TPC í Deere Run í Silvis, Illinois. Hann bætti við hringjum upp á 66 og 62 högg og samtals 188 högg eftir 3 keppnishringi var staðreynd. Þar með setti hann nýtt 54 holu met á PGA-mótaröðinni. Hann lauk keppni með hring upp á 70 högg á sunnudag og sigraði Paul Goydos með 2 högga mun.

Næst vann Steve tvívegis á síðasta ári. Fyrri sigurinn vann hann á Memorial Tournament, 5. júní 2011, átti 2 högg á þá Brandt Kobe og  Matt Kuchar. Síðan varði Steve titil sinn á John Deere Classic, 11. júlí 2011 og missti Kyle Stanley rétt af 1. sigri sínum á PGA, en Steve átti 1 högg á hann.

Steve komst nokkuð í fréttirnar 2011 vegna stífra hálsvöðva sem leiddi til magnleysis í handlegg, en Steve lét hafa eftir sér að handleggurinn yrði að detta af fremur en hann hætti við að spila á Forsetabikarnum í Ástralíu… og þar spilaði Steve (þrátt fyrir háværar kröfur um að Keegan Bradley ætti að taka sæti hans fyrst hann væri meiddur).

Loks vann Steve Stricker 1. mót ársins á keppnistímabilinu sem nú stendur yfir, þ.e. Hyundai Tournament of Champions, 9. janúar  2012.

Afmæliskylfingnum, Steve Stricker, hefir aldrei tekist að sigra í risamóti, en alltaf verið meðal efstu manna. Besti árangur hans í risamótum er eftirfarandi:

Masters Tournament T6: árið 2009
U.S. Open 5.sæti/T5: árin 1998, 1999
Opna breska T7: 2008
PGA Championship 2. sæti: 1998

Heimild: Wikipedia

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Campell, f. 23. febrúar 1966 (46 ára) og …

F. 23. febrúar 1998 (14 ára)
F. 23. febrúar 1993 (19 ára)

F. 23. febrúar 1956
F. 23. febrúar 1974 (38 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is