Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn spilaði 2. hring á 76 höggum – er í 9. sæti á North Ranch Collegiate
Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte, tekur eins og Golf 1 greindi frá í gær þátt í North Ranch Collegiate mótinu í North Ranch CC í Westlake Village, Kaliforníu. Þetta er tveggja daga mót, fer fram dagana 27.-28. febrúar. Þátttakendur eru 72 frá 14 háskólum.
Ólafur Björn spilaði 2. hring í gær á +6 yfir pari, 76 höggum. Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á +6 yfir pari, 146 höggum (70 76). Ólafur Björn er í 6 kylfinga hópi sem deilir 9. sæti, þ.á.m. með liðfélaga sínum, Tyler Mitchell, sem átti bestan 2. hring strákanna úr Charlotte, 74 högg.
Í efsta sæti er sem fyrr Matt Hoffenberg úr San Diego State, en hann spilaði 2. hring á 73 höggum og var búinn að spila þann fyrri á 66 höggum. Hoffenberg deilir 1. sætinu með liðsfélaga sínum Alex Kang (67 72).
San Diego State háskólinn er því í 1. sæti en Charlotte, háskóli Ólafs Björns er í 7. sæti.
Þess mætti geta að það er fremur kalt í Kaliforníu og var hvasst seinni hringinn og skorið eftir því. Mótinu lýkur í dag og verða allir ræstir út eftir shotgun fyrirkomulagi – þ.e. á sama tíma.
Til þess að sjá stöðuna á North Ranch Collegiate eftir 2. hring smellið HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid