Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi á 77 höggum á Armstrong Men´s Pirate Invitational
Armstrong Atlantic State University í Georgíu í Bandaríkjunum stendur 11. árið í röð fyrir Armstrong Men´s Pirate Invitational háskólamótinu. Spilað er í Savannah Quarters Country Club í Pooler, Georgíu.
Lið 14 háskóla taka þátt í mótinu en auk Armstrong sjóræningjanna taka þátt Flagler College, sem sigrað hefir mótið 2 undanfarin ár, UNC Pembroke, Georgia College, Wingate og Belmont Abbey, háskóli Arnórs Inga Finnbjörnssonar, Íslandsmeistarans okkar í holukeppni 2011, GR.
Hin háskólaliðin eru úr Clayton State, Lander, North Georgia, Coker College, Mount Olive,Lenoir-Rhyne University, Eckerd College og South Georgia College.
Mótið átti að vera 2 daga 54 holu mót og skv. venju átti að spila 36 holur fyrri daginn og 18 seinni. En miklar rigningar í gær urðu til þess að aðeins tókst að ljúka 9 holum og var mótinu breytt í 36 holu mót og áætlað að spila 27 í dag. Þegar hefir verið lokið við að spila seinni 9 á fyrri hring.
Eftir fyrri 18 holurnar (9 spilaðar í gær og 9 í dag) er Arnór Ingi búinn að spila á 77 höggum og er í 41. sæti. Belmont Abbey deilir 5. sætinu með sigurvegurunum frá því í fyrra Flagler og Eckerd College.
Í efsta sæti er Adam Hedges, liðsfélagi Arnórs Inga, í Belmont Abbey, en hann spilaði á 69 höggum og deilir 1. sætinu með Scott Lambert frá UNC.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023