Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 11:00

PGA: Nýliðinn John Huh sigraði á Mayakoba Classic – viðtal við Huh og hápunktar 4. dags

Nýliðinn á PGA Tour , John Huh (sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR:) sigraði á sunnudaginn var á Mayakoba Golf Classic mótinu.  John Huh var jafn Ástralanum Robert Allenby eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til umspils. Umspilið er eitt með því lengsta í seinni tíð og einkenndist af því að hvor um sig gerði óttarleg klaufamistök, sem forðuðu því að viðkomandi vann – sigurinn hefði getað fallið á hvorn veginn sem var. Umspilinu lauk á 8. holu þegar Allenby var í vandræðum í flatarkarganum en Huh setti niður sigurpúttið.

Sjá má úrslitin á Mayakoba Golf Classic með því að smella HÉR: 

Hér að neðan er viðtal, sem tekið var við Huh eftir sigurinn og eins má sjá myndskeið með hápunktum 4. dags á Mayakoba með því að smella HÉR: 

Sp: Velkominn 2012 Mayakoba Golf Classic sigurvegari, John Huh í blaðamannamiðstöðina. John, til hamingju! Þetta er fyrsti PGA Tour sigurinn í aðeins 5 mótum. Hver er tilfinningin?

JOHN HUH: Ég get ekki komið orðum að því. Ég á við, þetta er frábært, veistu. Ég get ekki trúað því að þetta hafi gerst núna rétt í þessu. Sérstaklega vegna þess að þetta er nýliðaárið mitt  og ég er að spila í 5. mótinu mínu á PGA Tour, ég get bara ekki komið orðum að því.

Sp: Getur þú sagt okkur frá umspilinu? Ég veit að þetta var langt umspil, 8 holur. Hvernig var tilfinningalega líðanin þegar þurfti af fara fram og aftur og pútta og setja síðan niður sigurpúttið?

JOHN HUH: Það er ekki nokkur vafi að ég fann fyrir taugunum. Ég meina þetta var taugatrekkjandi, sérstaklega þegar maður var að spila þarna úti við Robert Allenby, það var erfitt. Að spila 8 holur er langt umspil og ég var svo sannarlega taugaóstyrkur og var að reyna að róa mig, en það var erfitt.

Sp: Talaðu aðeins og síðustu holu umspilsins. Þú varðst að chippa úr röffinu þarna. Hversu langt var chippið? Og hvernig náðir þú því. Hversu langt var sigurpúttið?

JOHN HUH: Eftir að ég sá högg Roberts vissi ég að það hefði farið til hægri en var ekki viss. Ég var meira til vinstri, push-aði höggið og skildi eftir 12-13 yarda (11-12 metra) chipp. Ég var með 58° í höndunum og reyndi að fá boltann til að skoppa og rúlla. Síðan var bara eftir 1 meters pútt sem ég setti niður.

Sp: Hvaða þýðingur hefir það fyrir þig að sigra fyrsta PGA TOUR mótið þitt?

JOHN HUH: Það er erfitt að útskýra það. Ég meina þetta var draumur minn, veistu, að spila í þessu móti og spila á túrnum og að vinna loksins mót er frábært. Ég meina það er ekkert sem ég get sagt.

Sp. (Ógreinilegt). Sem samNew-Yorkari er ég stoltur af þér!

JOHN HUH: Takk fyrir.  […]

Sp. (Ógreinilegt). (Spurning á spænsku). Hvað varstu að hugsa eftir púttið á 6. flöt (umspilsins)? Vegna þess að við öll héldum að það myndi örugglega detta.

JOHN HUH: Ó,á par-3 holunni? Ég meina þetta voru bara taugarnar – ég vissi að ég yrði að setja púttið niður fyrir sigri, en það eru bara taugarnar. Það var erfitt að pútta, en ég vissi að ég yrði að ná pari og Robert fugli, þannig að ég var bara að reyna að ná pari og á síðustu holunni (umspilsins) tókst mér það. Þannig að ég vann mótið. […]

Sp.: Já, það er mikið gert út af sigri þínum í dag. Ertu þér meðvitaður að þú ert nú einn af yngstu kylfingunum í sögu PGA til þess að sigra mót á PGA Tour? Þú ert líka hluti af einu lengsta umspili á PGA Tour.[…]  Hvaða þýðingu hefir það fyrir þig?

JOHN HUH: Veistu, ég meina áður en ég sló fyrsta teighöggið var ég bara að hugsa um að ná niðurskurði. Það er það sem nýliðar reyna að gera. Að ná niðurskurði og spila um helgina. Ég var ekki með neinar stórkostlegar væntingar.  Það var öðruvísi í dag, en þessi sigur hefir mikla þýðingu fyrir mig (Innskot: Sigurinn hefir mikla þýðingu fyrir John Huh m.a vegna þess að hann vann sér inn $ 666.000,- tæpar 80 milljónir íslenskra króna) […]

Sp. Allir hér í Mexikó styðja þig. Virkilega, sumir vita ekki hvernig á að bera fram eftirnafnið þitt. Ég held þú skiljir það ekki en áhorfendum hér líkar við þig. Fannstu fyrir því?

JOHN HUH: Já, ég meina ég heiti Huh og allir hér voru að reyna að kalla nafnið mitt og það var gaman að heyra það og ég hlakka virkilega til að koma á næsta ári.

NELSON SILVERIO: Allt í lagi, John Huh, til hamingju með fyrsta sigurinn á PGA Tour.

JOHN HUH: Þakka þér fyrir.