Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.17 – Roberto Castro

Suðurríkjamaðurinn Roberto Castro fæddist 23. júní 1985 í Houston og á því sama afmælisdag og Ryder Cup fyrirliðinn Colin Montgomerie. Nafni Fidel fæddist í Houston, Texas, en býr í dag í Atlanta, Georgia. Hann er frændi Jenny Lidback, sem spilaði eitt sinn á LPGA. Roberto spilaði golf með Georgia Tech, en þaðan útskrifaðist hann 2007 með gráðu í verkfræði. Útskriftarárið sitt gerðist hann atvinnumaður í golfi. Meðal þjálfara hans eru Randy Brooks, Danny Elkins og Jeff Paton.

Roberto Castro vann 5 sinnum á eGolf  Professional Tour og spilaði líka á Hooters Tour.

Uppáhaldsgolfvöllur hans er Pebble Beach og sá völlur sem hann myndi langa mest til að spila á er Merion.

Uppáhaldsháskólaliðið  hans er Georgia Tech og uppáhaldsatvinnumannaliðið hans er Atlanta Falcons.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur Roberto Castro er „Treme“ og uppáhaldskvikmyndin er „There Will be Blood“. Uppáhaldsmatur hans er súkkulaði og uppáhaldsíþróttamenn hans eru Tiger Woods og Roger Federer. Uppáhaldsborgir Roberto eru New York, Prag og San Francisco.

Draumahollið hans er fjórleikur með Bobby Jones, Tiger Woods og John Lennon.

Roberto Castro er penni á vefsíðunni allthingsthataregood.com og loks mætti nefna að í framtíðinni myndi hann langa til að búa í New York City.