Afmæliskylfingur dagsins: Dinah Shore – 29. febrúar 2012
Það er leik- og söngkonan heitna Dinah Shore sem er afmæliskylfingur dagsins. Dinah Shore fæddist 29. febrúar 1916 og hefði því orðið 96 ára í dag en hún dó í Beverly Hills 24. febrúar 1994, 77 ára að aldri.
Dinah Shore hét réttu nafni Frances Rose Shore .Sem söngkona var hápunktur ferils hennar 1940-1950 á tímabili stórsveita (ens. Big Band), en hún náði jafnvel enn meiri frægð sem þáttarstjórnandi í bandarísku sjónvarpi fyrir Chevrolet.
Hún átti í ástarsamböndum við einhverja frægustu samtímamanna sinna t.a.m. trommuleikarann Gene Krupa, leikarann James Stewart, generálinn George Patton, söngvarann Frank Sinatra, grínistann Dick Martin, söngvarann Eddie Fisher og leikarann Rod Taylor.
Dinah giftist aðeins einu sinni George Montgomery og varði hjónabandið í tæp 20 ár (1943-1962). Með George átti hún dótturina Melissu Anne (nú betur þekkt sem Melissa Montgomery-Hime). Eins ættleiddi hún son sinn, John „Jody“ David Montgomery.
Eftir skilnað sinn átti hún í löngu ástarsambandi við leikarann Burt Reynolds, sem var 20 árum yngri en hún. Eftir að það samband rann sitt skeið átti Dinah Shore í samböndum við menn á borð við spennusagnahöfundinn Sidney Sheldon og ríkisstjóra New York, Hugh Carey.
Dinah elskaði að spila golf og studdi ötullega við bakið á kvenatvinnukylfingum. Árið 1972 átti hún þátt í að koma á fót Colgate Dinah Shore golfmótinu, sem í dag er betur þekkt sem the Kraft Nabisco Championship og til dagsins í dag er eitt af risamótum LPGA túrsins. Mótið er haldið ár hvert nálægt fyrrum heimili Dinuh í Rancho Mirage, Kaliforníu.
Dinah Shore var fyrsti kvenfélagi Hillcrest Country Club í Los Angeles.
Sem viðurkenningu á framlagi hennar til golfíþróttarinnar var Dinah Shore kjörin heiðursfélagi frægðarhallar LPGA, árið 1994. Hún hlaut líka Old Tom Morris Award sem samband golfvallarstarfsmanna í Bandaríkjunum, GCSAA (ens.: Golf Course Superintendents Association of America) veitir og er æðsta viðurkenning þeirra.
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024