Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 09:30

GOB: Eyþór Ingi Gunnarsson er nýr vallarstjóri á Bakkakotsvelli

Á heimasíðu GOB er eftirfarandi fréttatilkynning:

„Eyþór Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn vallarstjóri á Bakkakotsvelli. Eyþór Ingi er lærður NC-Greenkeeper frá St. Andrews, en hann kláraði það nám árið 2009. Hann hefur unnið á Bakkakotsvelli frá árinu 2005 og þekkir því hvern anga á vellinum vel.  Hann tekur við af Einari Hauki Óskarssyni sem hefur verið vallarstjóri síðan 2005 og var þar áður vallarstarfsmaður árin 2002-2004. Golklúbbur Bakkakots vill þakka Einari Hauki kærlega fyrir samstarfið síðustu 10 ár og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi, en hann er að flytjast búferlum til Svíþjóðar í sumar og hyggst reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi.“

Heimild: www.gob.is