Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 10:30

NK: Frábært konukvöld framundan hjá NK-konum eftir 10 daga – Valgeir Guðjónsson skemmtir – takið 16. mars frá!!!

„Konukvöld Nesklúbbsins verður haldið föstudaginn 16. mars nk. í golfskálanum.  Dagskráin er með glæsilegra móti og því um að gera fyrir allar NK-konur að skrá sig sem fyrst og taka jafnvel með sér eina eða tvær vinkonur.

Dagskrá:

– Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk í boði kvennanefndar.
– Borðhald hefst kl. 19.30.
– Veislustjóri: Petrea I. Jónsdóttir, félagi í klúbbnum.
– Tískusýning.
– Valgeir Guðjónsson skemmtir.
– Happdrætti með glæsilegum vinningum.
– Veisluhlaðborð að hætti Krissa.

Verð aðeins kr. 5.500

Skráning er hafin á nkkonur@hotmail.com“

Heimild: nkgolf.is