Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 23 – Jarrod Lyle

Golf 1 á nú bara eftir að kynna 7 af þeim 29 nýju strákum, sem hlutu kortið sitt á PGA 2012, með því að verða efstir á lokaúrtökumótinu á La Quinta í Kaliforníu í desember s.l.  Fyrst verða þeir 3 kynntir sem deildu 5. sætinu en það eru:

T5 T9 Tommy Biershenk (NT) -4 F -14 70 70 68 73 69 68 418
T5 T5 Vaughn Taylor (NT) -3 F -14 65 72 69 73 70 69 418
T5 T5 Jarrod Lyle (NT) -3 F -14 68 72 68 73 68 69 418

Byrjað verður að kynna ástralska kylfinginn Jarrod Lyle. Jarrod fæddist 21. ágúst 1981 í Shepparton, Victoríu í Ástralíu. Hann er því 30 ára.

Jarrod byrjaði að spila golf 7 ára, þegar hann var kaddý fyrir pabba sinn. Árið 1999 greindist hann með hvítblæði og var rúmliggjandi í 9 mánuði meðan hann undirgekkst geislameðferð á the Royal Children’s Hospital. Það tók enn aðra 12 mánuði fyrir hann að fá nægilega orku til þess að geta bara gengið golfvöllinn.  Á þessu tímabili bundust hann og Robert Allenby (ástralski kylfingurinn) sterkum vináttuböndum.

Jarrod segir að það að sigra fyrsta mótið sitt í Mexíkó hafi verið eftirminnilegast á golfferlinum, en hann gerðist síðan atvinnumaður í golfi 2004 og er sem stendur nr. 238 á heimslistanum.

Nokkrir fróðleiksmolar um Jarrod:

Uppáhaldssjónvarpsþáttur Jarrod er „Seinfeld“. Uppáhaldskvikmynd hans er „Bad Boys“ Uppáhaldsmatur hans er pasta. Uppáhaldsborgin hans er Dubai. Golfvöllur sem hann myndi langa til að spila á er Augusta National. Uppáhaldsfrístaður hans er hvar sem er í Ástralíu.

Jarrod er ambassador „Challenge: Supporting Kids with Cancer,“ enda slapp hann sjálfur með skrekkinn, eftir að hafa verið greindur með krabbamein og þekkir sjúkdóminn því mjög vel af eiginn raun.

Loks mætti geta þess að Jarrod komst í fréttirnar nú um jólin þegar hann gekk í það heilaga en sjá má frétt Golf1 um það HÉR:  og  eins átti hann eitt af höggum ársins á PGA Tour 2011 sem sjá má HÉR: