
Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 3 – Sherry Golf Jerez
Hér er komið að því að kynna völl, sem kannski er óþarfi að kynna – því þúsundir Íslendinga hafa prófað hann og kunna að meta hann. Sherry Golf völlurinn er eiginlega tveir vellir annar 18 holu og hinn par-3 9 holu æfingavöllur, sem fengið hefir mikið hrós þeirra sem prófað hafa. Golfstaðurinn 27-holu er t.a.m. tilvalinn fyrir hjón eða fjölskyldur þar sem annar/einn aðilinn er forgjafarlægri og spilar hinn frábæra 18 holu völl, en hin/hitt eru/er að byrja og spila/r 9 holu völlinn. Þarna fá báðir/allir svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi.
Sherry golfvöllurinn er staðstettur í Jerez de la Frontiera og er eins og nafnið bendir til á miklu Sherry framleiðslusvæði, einu af því besta, ef ekki því besta í heiminum. Nálægðin er mikil við hraðbrautina A-4 sem liggur til höfuðstaðar Andaluciu, Sevilla, en hún er aðeins í tæp 100 metra fjarlægð frá golfvellinum.
Brautirnar á Sherry Golf eru breiðar og flatirnar stórar og öll hönnun tekur mið af ný-bandarískri golfvallarhönnun. Völlurinn er enda hannaður af Stirling & Martin hjá Global Golf Company. Flestir muna eftir par-4 1. brautinni, sem öll liggur upp í móti og er erfiðari en lítur út á blaði. Hins vegar er hæðarmunur ekki slíkur að völlurinn verði of erfiður – hann er góð blanda af léttum og erfiðum brautum. Vatn kemur nokkuð við sögu t.d. á einkennisholunni sem er par-3 14. brautin.
Völlurinn er sérstakur að því leiti að hann er með þeim lengri af aftari teigum á Spáni, 6572 metrar af hvítum teigum; 6160 metrar af gulum og 4867 metrar af rauðum.
Skoða má völlinn á heimasíðu Sherry Golf með því að smella HÉR:
Klúbbhúsið fallega kannast margir við og pro-shopið er ágætt. Hægt er að fá sér snarl á grillinu og við hliðina á klúbbhúsinu, en aðskilið frá því er fínni veitingastaður Torrelaguna, sem oft er leigður út fyrir stærri viðhafnaratburði.
Upplýsingar:
Heimilisfang: Autovia A-4, Jerez-Cádiz, Km 642, Jerez de la Frontera, 11407 Cádiz.
Símanr.: +34 956 088 330
Fax: +34 956 088 331
Tölvupóstfang: info@sherrygolf.com
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023