Danielle Montgomerie
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 16:00

LET: Danielle Montgomery var best klæddi kylfingurinn á World Ladies Championship

Við verðlaunaafhendingu á World Ladies Championship var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita verðlaun fyrir þann kylfing sem þótti mest „chic“ þ.e.a.s smartur og þ.a.l. best klæddur. Kosið var um það í opinni kosningu á netinu.

Danielle best klædda stúlkan á World Ladies Championship í KÍna.

Það er skemmst frá því að segja að það var enski kylfingurinn Danielle Montgomery sem varð í 1. sæti yfir best klæddu kylfingana en hún sigraði kosninguna með 21.384 fleiri atkvæðum en næsti kylfingur, sem á eftir henni kom, en það var kínverska stúlkan Shanshan Feng, sem Golf1.is kynnti hér í gær. Heildarfjöldi atkvæða fór yfir 100.000, sem sýnir að áhuginn á þessu uppátæki var mikill.

Danielle Montgomery á dagatalsmyndinni umdeildu 2009.

Danielle fékk í verðlaun perluhálsfesti og armband frá HaiYu Pearl Co. Ltd.. Eftir verðlaunaathöfnina sagði Danielle Montgomery : „Þetta var spennandi. Ég vil líta sem best út á sem utan vallar og þetta var svolítið auka við alla keppnina. Stelpurnar fóru að spjalla og þær lögðu sig fram um að  líta vel út og það vakti líka athygli á því sem var að gerast á vellinum sem og netinu (þar sem kosningin fór fram) Ég spilaði ekki mitt besta golf, en þetta hefir verið frábær vika hérna á Mission Hills og það er gaman að fá eitthvað í verðlaun.“

Jan Stephenson á upprunalegu myndinni.

Þess mætti geta að Danielle tók þátt í gerð dagatals 2009, ásamt áströlskum kylfingum en hún spilaði þá á ALPG. Dagatalið og myndirnar sem þar birtust vöktu vægast sagt mikla athygli, en myndin sem tekin var af Danielle var reyndar stæling á frægri golfmynd með ástralska kylfingnum Jan Stephenson. Golf 1 hefir verið með kynningu á Jan Stephenson sem sjá má með því að smella HÉR: