
LET: Danielle Montgomery var best klæddi kylfingurinn á World Ladies Championship
Við verðlaunaafhendingu á World Ladies Championship var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita verðlaun fyrir þann kylfing sem þótti mest „chic“ þ.e.a.s smartur og þ.a.l. best klæddur. Kosið var um það í opinni kosningu á netinu.
Það er skemmst frá því að segja að það var enski kylfingurinn Danielle Montgomery sem varð í 1. sæti yfir best klæddu kylfingana en hún sigraði kosninguna með 21.384 fleiri atkvæðum en næsti kylfingur, sem á eftir henni kom, en það var kínverska stúlkan Shanshan Feng, sem Golf1.is kynnti hér í gær. Heildarfjöldi atkvæða fór yfir 100.000, sem sýnir að áhuginn á þessu uppátæki var mikill.
Danielle fékk í verðlaun perluhálsfesti og armband frá HaiYu Pearl Co. Ltd.. Eftir verðlaunaathöfnina sagði Danielle Montgomery : „Þetta var spennandi. Ég vil líta sem best út á sem utan vallar og þetta var svolítið auka við alla keppnina. Stelpurnar fóru að spjalla og þær lögðu sig fram um að líta vel út og það vakti líka athygli á því sem var að gerast á vellinum sem og netinu (þar sem kosningin fór fram) Ég spilaði ekki mitt besta golf, en þetta hefir verið frábær vika hérna á Mission Hills og það er gaman að fá eitthvað í verðlaun.“
Þess mætti geta að Danielle tók þátt í gerð dagatals 2009, ásamt áströlskum kylfingum en hún spilaði þá á ALPG. Dagatalið og myndirnar sem þar birtust vöktu vægast sagt mikla athygli, en myndin sem tekin var af Danielle var reyndar stæling á frægri golfmynd með ástralska kylfingnum Jan Stephenson. Golf 1 hefir verið með kynningu á Jan Stephenson sem sjá má með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024