
LET: Danielle Montgomery var best klæddi kylfingurinn á World Ladies Championship
Við verðlaunaafhendingu á World Ladies Championship var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita verðlaun fyrir þann kylfing sem þótti mest „chic“ þ.e.a.s smartur og þ.a.l. best klæddur. Kosið var um það í opinni kosningu á netinu.
Það er skemmst frá því að segja að það var enski kylfingurinn Danielle Montgomery sem varð í 1. sæti yfir best klæddu kylfingana en hún sigraði kosninguna með 21.384 fleiri atkvæðum en næsti kylfingur, sem á eftir henni kom, en það var kínverska stúlkan Shanshan Feng, sem Golf1.is kynnti hér í gær. Heildarfjöldi atkvæða fór yfir 100.000, sem sýnir að áhuginn á þessu uppátæki var mikill.
Danielle fékk í verðlaun perluhálsfesti og armband frá HaiYu Pearl Co. Ltd.. Eftir verðlaunaathöfnina sagði Danielle Montgomery : „Þetta var spennandi. Ég vil líta sem best út á sem utan vallar og þetta var svolítið auka við alla keppnina. Stelpurnar fóru að spjalla og þær lögðu sig fram um að líta vel út og það vakti líka athygli á því sem var að gerast á vellinum sem og netinu (þar sem kosningin fór fram) Ég spilaði ekki mitt besta golf, en þetta hefir verið frábær vika hérna á Mission Hills og það er gaman að fá eitthvað í verðlaun.“
Þess mætti geta að Danielle tók þátt í gerð dagatals 2009, ásamt áströlskum kylfingum en hún spilaði þá á ALPG. Dagatalið og myndirnar sem þar birtust vöktu vægast sagt mikla athygli, en myndin sem tekin var af Danielle var reyndar stæling á frægri golfmynd með ástralska kylfingnum Jan Stephenson. Golf 1 hefir verið með kynningu á Jan Stephenson sem sjá má með því að smella HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open