Heimild: HeraldScotland (að hluta)

Charley Hull, 15 ára, fær ekki að taka þátt í Curtis Cup… vegna þess að hún vill frekar spila í Kraft Nabisco risamótinu
Svar Englands við Lexi Thompson er Charley Hull. Leggið nafnið á minnið og munið hvar þið heyrðuð það fyrst – en Golf 1 er fyrsti íslenski golffréttamiðillinn til þess að geta hennar… og það eiga eflaust margar fréttir framtíðarinnar eftir að verða skrifaðar um hana. Charley er nr. 8 á heimslista áhugamanna sem stendur og þykir afburðahæfileikaríkur kylfingur, aðeins 15 ára.
Nú er komið upp leiðindamál vegna þess að Charley er ein 5 áhugamanna sem þegið hefir boð um að spila í Kraft Nabisco risamótinu sem fram fer í Bandaríkjunum, dagana 29. mars- 1. apríl.
Breska kvengolfsambandið (Ladies Golf Union, skammst. LGU) er lítið hrifið af ákvörðun Charley og lét hafa eftir sér að þeir sem ekki mættu á æfingu fyrir Curtis Cup nú í lok mars myndu ekki koma til greina í lið Breta&Íra á Curtis Cup, en liðið mætir Bandaríkjamönnum í Nairn. í júní n.k. Ljóst er að Charley kemst ekki á æfinguna.
„Hún verður ekki valin í liðið (þ.e. lið Breta&Íra) sem keppir í Curtis Cup vegna þess að allir kylfingar sem koma til greina í liðið skrifuðu undir samning um að þeir myndu mæta á æfingu í mars og þar sem hún mætir ekki kemur hún ekki til greina við val í liðið“ sagði Susan Simpson, framkvæmdastjóri LGU. „Við gerðum kylfingunum ljóst að ef þeir tækju ekki þátt í æfingunni myndu þeir ekki spila í mótinu. Þeir skrifuðu undir samning.“
Þær sem m.a. hafa varið ákvörðun Charley um að spila á Kraft Nabisco eru skoski kylfingurinn Catriona Matthew, sem finnst viðbrögð LGU „furðuleg“ og „skammsýn“ og Lynn Kenny, fyrrum skoskur kvenmeistari áhugamanna, sem var á varamannabekk Curtis Cup 2004. „Það er draumur atvinnukylfinga, svo ekki sé talað um áhugamanna, að spila í risamóti. Fjölmiðlar hafa gert þetta að „góð stúlka g. slæm stúlka máli“ og ég vorkenni henni. Vonandi mun almenn skynsemi hafa betur!“
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster