
Lexi skiptir um kylfusvein og hitti Tiger í fyrsta sinn á Honda Classic
Táningsstjarnan Lexi Thompson fylgdist með Honda Classic í síðustu viku og tilkynnti þar að hún myndi skipta um kylfusvein. Jafnframt hitti hún Tiger Woods í fyrsta sinn á mótinu.
Lexi hefir spilað undir smásjá föður síns, Scott, frá því hún gerðist atvinnumaður árið 2010, en áskoranirnar sem bíða bróður hennar, Nicholas, sem spilar nú á Nationwide Tour og vonast til að komast aftur á PGA Tour hafa orðið til þess að pabbi hennar ætlar að hjálpa Nicholas.
Scott mun nú verða kylfuberi sonar síns á Nationwide Tour, og Lexi er búin að ráða Greg Johnston, sem var m.a. kaddý Julie Inkster, Suzann Pettersen, Brittany Lincicome og Lorena Ochoa.
Eftir að hafa spilað á Honda Classic Pro-Am mótinu með Greg Norman, varð Lexi eftir og horfði á mótið það sem eftir var vikunnar. Á laugardaginn hitti hún síðan átrúnaðargoð sitt, Tiger Woods.
Golffréttamaður Golf Channel Randall Mell sagði svo frá fundum stjarnanna:
“Lexi skemmti sér á laugardaginn þegar Tiger gekk framhjá henni á hring sínum. Hún veifaði „Tiger handklæði.“ Hún sagði að Tiger hefði litið á hana, síðan aftur og aftur til þess að fá staðfestingu á því sem hann sá. Þegar hann sannfærðist um að þetta væri Lexi, brosti hann og veifaði til hennar.
„Þetta var sniðugt,“ sagði Lexi.
„Fyrir þennan laugardag höfðum við aldrei hittst áður.“
Heimild: WUP
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open