Lexi skiptir um kylfusvein og hitti Tiger í fyrsta sinn á Honda Classic
Táningsstjarnan Lexi Thompson fylgdist með Honda Classic í síðustu viku og tilkynnti þar að hún myndi skipta um kylfusvein. Jafnframt hitti hún Tiger Woods í fyrsta sinn á mótinu.
Lexi hefir spilað undir smásjá föður síns, Scott, frá því hún gerðist atvinnumaður árið 2010, en áskoranirnar sem bíða bróður hennar, Nicholas, sem spilar nú á Nationwide Tour og vonast til að komast aftur á PGA Tour hafa orðið til þess að pabbi hennar ætlar að hjálpa Nicholas.
Scott mun nú verða kylfuberi sonar síns á Nationwide Tour, og Lexi er búin að ráða Greg Johnston, sem var m.a. kaddý Julie Inkster, Suzann Pettersen, Brittany Lincicome og Lorena Ochoa.
Eftir að hafa spilað á Honda Classic Pro-Am mótinu með Greg Norman, varð Lexi eftir og horfði á mótið það sem eftir var vikunnar. Á laugardaginn hitti hún síðan átrúnaðargoð sitt, Tiger Woods.
Golffréttamaður Golf Channel Randall Mell sagði svo frá fundum stjarnanna:
“Lexi skemmti sér á laugardaginn þegar Tiger gekk framhjá henni á hring sínum. Hún veifaði „Tiger handklæði.“ Hún sagði að Tiger hefði litið á hana, síðan aftur og aftur til þess að fá staðfestingu á því sem hann sá. Þegar hann sannfærðist um að þetta væri Lexi, brosti hann og veifaði til hennar.
„Þetta var sniðugt,“ sagði Lexi.
„Fyrir þennan laugardag höfðum við aldrei hittst áður.“
Heimild: WUP
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024