Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Kristján Þór bestir hjá Nicholls State
Ofurstarnir íslensku hjá Nicholls State, Andri Þór Björnsson, GR og Kristján Þór Einarsson, GK og Pétur Freyr Pétursson, GR fóru ásamt golfliði sínu í herferð til Bolabítanna í Samford háskóla í Birmingham, Alabama.
Samford Intercollegiate golfmótið fór að þessu sinni fram í Hoover Country Club og tóku þátt 93 kylfingar frá 18 háskólum: Samford (gestgjafar), Air Force, Austin Peay, Belmont, Davidson, Eastern Kentucky, Evansville, Houston Baptist, Illinois State, Murray State, Nicholls State, Sam Houston State, SIU Edwardsville, Southern Illinois, Tennessee-Martin, Tennessee Tech, Western Carolina og Winthrop.
Andri Þór og Kristján Þór léku best af liði Nicholls State, en báðir voru á samtals 232 höggum; Andri Þór á (82 76 74) og Kristján Þór (78 77 77). Pétur Freyr var á samtals 246 höggum (82 80 84). Þeir Andri og Kristján deildu 40. sætinu ásamt 4 öðrum en Pétur Freyr varð í 87. sætinu.
Nicholls háskólinn deildi neðsta sætinu T-17, en þar hafði m.a. áhrif að einn ofurstanna úr Nicholls State, Adrien Lc Sech lauk ekki keppni.
Gestgjafarnir voru ógestrisnir, Bolabítarnir hrifsuðu til sín 1. sætið, en best allra í mótinu lék einmitt einn Bolabítanna; Casey O´Toole, hann var á samtals 211 höggum (73 66 72).
Til þess að sjá úrslit á Samford Intercollegiate smellið HÉR:
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023