
Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 24 – Vaughn Taylor
Vaughn Taylor varð ásamt 2 öðrum kylfingum (Jarrod Lyle, sem var kynntur í gær og Tommy Biershenk sem kynntur verður á morgun) í 5. sæti á Q-school PGA Tour í desember s.l. og spilar því á PGA túrnum keppnistímabilið 2012. Vaughn á reyndar afmæli eftir 2 daga en þá verður hann 36 ára. Vaughn Joseph Taylor fæddist 9. mars 1976 í Roanoke, í Virginíu.
Sem krakki fluttist Vaughn til Georgíu þar sem hann spilaði golf í menntaskóla, Hephzibah High. Vaughn spilaði síðan golf með næststærsta háskóla í Georgíu, Augusta State University og útskrifaðist þaðan með gráðu í viðskiptafræði (ens. business admisnistration) 1999. Í dag býr Vaughn enn í Augusta, Georgíu með eiginkonu sinni, Leot Chen, en nálægt foreldrum sínum. Vaughn og Leot giftu sig 10. desember á s.l. ári.
Vaughn Taylor varð atvinnumaður í golfi 1999. Hann spilaði á fyrstu árum sínum sem atvinnumaður á Hooters og Nationwide túrunum og hlaut þar dýrmæta reynslu áður en hann spilaði fyrsta árið sitt á PGA Tour 2004. Vaughn er því einn af þeim sem varla telst „nýr strákur á PGA Tour“, en var aðeins að endurnýja kortið sitt, þar sem hann náði því ekki eftir öðrum leiðum.
Taylor sigraði 4 sinnum á Hooters 1 sinni á Nationwide Tour og 2 sinnum á PGA Tour, í fyrsta sinn 2004 á Reno-Tahoe Open og síðan varði hann titil sinn í mótinu 2005. Vaughn Taylor var í Ryder Cup liði Bandaríkjamanna 2006 og hefir efst komist meðal 40 efstu á heimslistanum. Í dag er hann nr. 368 á heimslistanum.
Heimild: PGA Tour og Wikipedia
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)