Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilar á Hawaii í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er nú ásamt liði sínu, Texas State mætt til Hawaii. Hún og lið Texas State munu keppa í kvöld (kl. 18: að íslenskum tíma – en 10 tíma tímamismunur er , við erum 10 tímum á undan þ.e. kl. 8:00 að staðartíma í Hawaii) á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu. Þátttakendur eru 82 frá 14 háskólum. Keppt er á golfvelli Kaneohe Klipper (sjá mynd hér að neðan). Valdís Þóra hefur leik á 12. teig.

13. brautin á Kaneohe Klipper golfvellinum.

Golf 1 óskar Valdísi Þóru og liði Texas State góðs gengis!

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State HÉR: