Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilaði á 78 höggum á 1. hring í Hawaii
Eins og Golf1.is greindi frá fyrr í dag, spilar Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu á Kaneohe Klipper golfvellinum á Hawaii. Þátttakendur í mótinu eru 82 frá 14 háskólum.
Valdís Þóra hóf leik á 12. teig í kvöld og byrjaði á að fá skolla á 12. braut. Á 13. brautinni, sem er einkennisbraut Kaneohe Klipper fékk Valdís par og síðan glæsilegan fugl á 16. braut. Síðan tók því miður við „svartur kafli“ þar sem Valdís Þóra fékk 6 skolla (á 18., 3., 6., 8. og 9. og 10. braut).
Valdís Þóra spilaði á +6 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur í 33. sæti á mótinu ásamt nokkrum öðrum, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröðun Valdísar Þóru, því breyst nokkuð. Því sama gegnir um sætisröð Texas State liðsins, sem eins og stendur er í 8. sæti, en nokkrar eiga eins og segir eftir að ljúka leik, þannig að sætisröðun háskólaliðs Valdísar Þóru, Texas State, getur líka breyst.
Golf 1 óskar Valdísi Þóru og Texas State góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Dr. Donnis Thompson Invitational smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024