Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 22:55

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilaði á 78 höggum á 1. hring í Hawaii

Eins og Golf1.is greindi frá fyrr í dag, spilar Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu á Kaneohe Klipper golfvellinum á Hawaii. Þátttakendur í mótinu eru 82 frá 14 háskólum.

Valdís Þóra hóf leik á 12. teig í kvöld og byrjaði á að fá skolla á 12. braut. Á 13. brautinni, sem er einkennisbraut Kaneohe Klipper fékk Valdís par og síðan glæsilegan fugl á 16. braut. Síðan tók því miður við „svartur kafli“ þar sem Valdís Þóra fékk 6 skolla (á 18., 3., 6., 8. og 9. og 10. braut).

Valdís Þóra spilaði á +6 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur í 33. sæti á mótinu ásamt nokkrum öðrum, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröðun Valdísar Þóru, því breyst nokkuð.  Því sama gegnir um sætisröð Texas State liðsins, sem eins og stendur er í 8. sæti, en nokkrar eiga eins og segir eftir að ljúka leik, þannig að sætisröðun háskólaliðs Valdísar Þóru, Texas State, getur líka breyst.

Golf 1 óskar Valdísi Þóru og Texas State góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Dr. Donnis Thompson Invitational smellið HÉR: