Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilaði á 78 höggum á 1. hring í Hawaii
Eins og Golf1.is greindi frá fyrr í dag, spilar Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu á Kaneohe Klipper golfvellinum á Hawaii. Þátttakendur í mótinu eru 82 frá 14 háskólum.
Valdís Þóra hóf leik á 12. teig í kvöld og byrjaði á að fá skolla á 12. braut. Á 13. brautinni, sem er einkennisbraut Kaneohe Klipper fékk Valdís par og síðan glæsilegan fugl á 16. braut. Síðan tók því miður við „svartur kafli“ þar sem Valdís Þóra fékk 6 skolla (á 18., 3., 6., 8. og 9. og 10. braut).
Valdís Þóra spilaði á +6 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur í 33. sæti á mótinu ásamt nokkrum öðrum, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröðun Valdísar Þóru, því breyst nokkuð. Því sama gegnir um sætisröð Texas State liðsins, sem eins og stendur er í 8. sæti, en nokkrar eiga eins og segir eftir að ljúka leik, þannig að sætisröðun háskólaliðs Valdísar Þóru, Texas State, getur líka breyst.
Golf 1 óskar Valdísi Þóru og Texas State góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Dr. Donnis Thompson Invitational smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023