Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 20:30

Myndskeið: Annika Sörenstam hlaut Bob Jones Award 2012

Á 16 ára frábærum ferli sínum sem atvinnukylfings þrammaði Annika Sörenstam eftir golfbrautum heimsins með stálvilja, keppnisskap og að því virtist órjúfanlega einbeitingu.

Þeir sem fylgdust með Anniku, þeirri sem vann 90 mót á ferli sínum, þ.á.m. 3 sinnum á US Women´s Open risamótinu hefðu verið undrandi á þeirri Anniku sem hélt þakkarræðu þegar hún tók við Bob Jones Award fyrir rúmum mánuði síðan í veislu á ársþingi bandaríska golfsambandisns. Hún talaði frammi fyrir 300 gestum, sagði brandara, deildi sögum af foreldrum sínum og hélt aftur af tárum þegar hún þakkaði eiginmanni sínum, Mike McGee fyrir stuðning hans.

„Þegar maður spilar sem atvinnumaður er auðvelt að tapa sér bara í úrslitum,“ sagði Annika, sem dró sig í hlé frá keppnisgolfi 2008.  „Þar sem ég stend hér frammi fyrir ykkur í kvöld og tek á móti þessari viðurkenningu þá get ég sannarlega sagt að þetta sé einn af hápunktum ferils míns.“

„Vegna þess að þetta tekur skori á golfvöllum fram. Ég lít á hluti öðruvísi nú. Í lok dags, er sama hversu mörgum púttum þú sökktir, hin eina sanna golfarfleið sem maður skilur eftir er fjöldi þess fólks, sem maður hreyfði við. Það er það sem mér er annt um nú og ég held að það sé það sem þessi verðlaun snúist um.“

Annika, 41 árs, hlaut Bob Jones Award, sem veitt er fyrir framúrskarandi íþróttamennsku í golfi, bæði fyrir hvernig hún kom fram á golfvellinum og fyrir framlag hennar til þess að kynna golf og gildi þess og kosti fyrir komandi kynslóðum.

Sjá má myndskeið af Anniku með því að smella á neðangreindar fyrirsagnir:

Video: Annika Sorenstam Bob Jones Award tribute
 Video: Annika Sorenstam’s Jones Award acceptance speech
Video: Annika Sorenstam’s Women’s Open highlights 
Photo Gallery: Annika Sorenstam Bob Jones Award tribute 

Heimild: USGA (bandaríska golfsambandið)