
Hver er kylfingurinn: Justin Rose? (3/3)
Áframhald á ferli Justin Rose sem atvinnumanns
Árið 2010 varð Justin Rose í 3. sæti á Honda Classic og síðan vann hann Memorial Tournament með lokahring upp á 66 högg og sigraði þar með Rickie Fowler með 3 höggum. Þetta var fyrsti sigur hans á bandarískri grund. Næsta dag varð Justin að spila á úrtökumóti fyrir US Open ásamt Rickie Fowler. Hvorugur komst í gegnum niðurskurð en þetta hratt að stað umræðu um úrtökumót US Open. Á næsta móti hans Travelers Championship var Justin með 3 högga forystu fyrir lokadaginn en datt niður í 9. sætið sem hann deildi með öðrum. Gott spilaform hans hélst næstu viku þegar hann leiddi fyrir lokahringinn með 4 höggum og spilaði 4. hring á pari, 70 höggum og vann 2. mót sitt á PGA Tour – þ.e. AT&T National.
Í mars 2011 hafði Justin tækifæri til að bæta tveimur PGA Tour titlum við sagn sitt þegar hann var með 1 höggs forystu á Transitions Championship. En hann var á 74 höggum lokahringinn, hring þar sem hann fékk m.a. 4 skolla í röð um miðbik hringsins og lauk keppni 5 höggum á eftir sigurvegaranum Gary Woodland. Í september 2011 vann Justin BMW Championship, sem var 3. mótið í FedEx umspilinu, en mótið var að venju haldið í Cog Hill Golf & Country Club.
Þetta var fyrsti titill ársins og sá 3. sem hann vann á PGA Tour. Justin hóf vikuna í 34. sæti og vissi að hann yrði að spila vel til þess að spila á lokamótinu í East Lake Golf Club. Með sigrinum skaust hann upp í 3. sætið og vissi að ef hann ynni Tour Championship myndi hann vera FedEx meistari. Gallalaus hringur upp á 63 högg hjálpaði til við að Justin byggði upp 4 högga forystu fyrir lokahringinn og jafnvel þó honum fipaðist á par-5 15. brautinni, náði Rose sér og sigraði mótið – átti 2 högg á John Senden. Rose gekk ekki jafnvel á Tour Championship, en 2. hringur upp á 75 högg gerði að engu möguleika hans á sigri. Hann lauk mótinu T-20, og í 5. sæti á FedEx Cup listanum.
Sigur Justin Rose á WGC-Cadillac Championship 2012
Nú á þessu ári, 2012 vann Justin Rose í fyrsta sinn heimsmót, þ.e. WGC Cadillac Championship á Doral Golf Resort & Spa í Flórída. Justin átti 1 högg á Bubba Watson, sem búinn var að leiða allt mótið. Justin hóf lokahringinn 3 höggum á eftir Bubba, en hann spilaði stöðugt golf einkum á hinni erfiðu par-4 18. holu á Bláa Skrímslinu. Hann fékk skolla og Bubba Watson þurfti fulg á holunni til að knýja fram umspil, en það tókst ekki. Þ.a.l. komst Justin í 7. sæti heimslistans og aftur eftir nokkra fjarveru meðal 10 efstu á heimslistanum.
Einkalíf Justin Rose
Justin Rose kvæntist kærestu sinni til langs tíma Kate Phillips, en hún er fyrrum fimleikakona, sem keppti f.h. Englands alþjóðlega. Þau giftust í desember 2006. Þau eiga hús við Lake Nona í Flórida og íbúð við ánna, í úthverfi London, Putney. Eins og áður er komið fram fæddi Kate fyrsta barn þeirra, Leó, 21. febrúar 2009. Og á nýársdag 2012 fæddist þeim hjónum dóttir, sem fékk nafnið Charlotte.
Í lokinn er hér yfirlit yfir sigra Justin Rose, sem áhugamanns en sem atvinnumaður eru sigrarnir orðnir 11, þ.á.m. 3 á Evróputúrnum og 4 á PGA. Hér er yfirlit yfir sigra Rose sem áhugamanns:
- 1995 English Boys Stroke Play Championship yngri en 16, McGregor Trophy, English Boys Stroke Play Championship, yngri en 18 ára, Carris Trophy
- 1997 St Andrews Links Trophy
- 1998 Peter McEvoy Trophy
Sigrar á Evrópumótaröðinni:
Nr | Dags. | Mot | Sigurskor | Högg | 2. sæti |
---|---|---|---|---|---|
1 | 20 Jan 2002 | Dunhill Championship | –20 (71-66-66-65=268) | 2 högg | ![]() ![]() ![]() |
2 | 2 Jun 2002 | Victor Chandler British Masters | –19 (70-69-65-65=269) | 1 hög | ![]() |
3 | 26 Nov 2006 (2007 European Tour) |
MasterCard Masters (Co-sanctioned with PGA Tour of Australasia) |
–12 (69-66-68-73=276) | 2 högg | ![]() ![]() |
4 | 4 Nov 2007 | Volvo Masters | –1 (70-68-71-74=283) | Umspil | ![]() ![]() |
5 | 11 Mar 2012 | WGC-Cadillac Championship | –16 (69-64-69-70=272) | 1 högg | ![]() |
Sigrar á PGA:
Nr. | Dags. | Mot | Sigurskor | Högg a næsta keppanda | 2. sæti |
---|---|---|---|---|---|
1 | 6 Júní 2010 | Memorial Tournament | –18 (65-69-70-66=270) | 3 högg | ![]() |
2 | 4 Júlí 2010 | AT&T National | –10 (69-64-67-70=270) | 1 högg | ![]() |
3 | 18 Sept 2011 | BMW Championship | –13 (63-68-69-71=271) | 2 högg | ![]() |
4 | 11 Mar 2012 | WGC-Cadillac Championship | –16 (69-64-69-70=272) | 1 högg | ![]() |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024