Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 09:00

LPGA: Yani Tseng og Hee Young Park leiða eftir 1. dag RR Donnelly LPGA Founders Cup

Í gær hófst á Wildfire Golf Club í JW Marriott Desert Ridge Resort and Spa í Phoenix, Arizona, RR Donnelly LPGA Founders Cup. Það er nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, frá Taiwan, sem tekið hefir forystuna ásamt Hee Young Park frá Suður-Kóreu og deila þær 1. sætinu eftir 1. dag. Tseng og Park spiluðu báðar 1. hring á -7 undir pari, 65 höggum.

Í 3. sæti er fyrrum nr. 1 í heiminum Jiyai Shin á -6 undir pari, 66 höggum.

Fjórða sætinu deila 5 stúlkur: Pernilla Lindberg frá Svíþjóð, Karen Stupples frá Englandi, NY Choi, Hee Kyung Seo frá Suður-Kóreu og Christine Song frá Bandaríkjunum. Allar spiluðu þær á -5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á  RR Donnelly LPGA Founders Cup smellið HÉR: