Hver er kylfingurinn: Justin Rose? (2/3)
Eftir að gerast atvinnumaður, þá strögglaði Justin Rose snemma á ferli sínum. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð í 21 skipti í röð. Hann fékk kortið sitt á Evróputúrinn í fyrsta sinn árið 1999. Strax á fyrir næsta keppnistímabil varð hann að fara aftur í Q-school, þar sem hann náði 9. sætinu og fékk kortið fyrir keppnistímabilið 2000.
Þrátt fyrir svona byrjunarörðugleika, þá tók ferillinn flugið strax og hann var búinn að ná áttum á Evrópumótaröðinni. Árið 2001 hóf hann árið með því að verða tvívegis í 2. sæti í fæðingarlandi sínu, Suður-Afríku. Hann varð meðal efstu 40 á peningalista Evrópumótaraðarinnar.
Justin vann fyrsta mótið sitt sem atvinnukylfingur, Dunhill Championship í Suður-Afríku, 2002, og fylgdi því eftir með 3 sigrum það árið. Þ.á.m. var Nasua Masters í Suður-Afríku, Crowns Tournament á japanska túrnum og 2. sigurinn á Evróputúrnum – Victor Chandler British Masters þar sem hann hafði betur gegn Ian Poulter á lokahringnum.
Árið 2003 varð hann nr. 33 á heimslistanum. Hann vann sér inn nógu mikið fé til þess að hljóta PGA Tour kortið sitt, sem „non member“ árið 2004 eftir að hafa verið með meira vinningsfé en sá sem var í 125. sætinu á peningalistanum. Árið 2004 spilaði hann aðallega í Bandaríkjunum á PGA Tour, en spilaði jafnframt á Evrópumótaröðinni. Hann átti ekki gott ár og datt af topp-50 á heimslistanum, en hélt engu að síður kortinu sínu þar sem hann hafði unnið sér inn meira en milljón dollara í verðlaunafé.
Hann hrundi áfram niður heimslistann snemma árs 2005 og í mars tilkynnti hann að hann myndi hætta að spila á Evrópumótaröðinni og einbeita sér alfarið að PGA Tour. Þetta hafði ekkert að segja um lélega spilaformið sem hann var í og um miðbik ársins var hann fallinn af topp-100 á heimslistnum. Í ágúst það ár tilkynnti hann að hann myndi snúa aftur á Evróputúrinn. Seinna þessa sömu viku náði hann besta skori ársins, var í forystu á Buick Championship eftir 3 hringi en lauk keppni í 3. sæti. Ein eða 2 aðrar góðar niðurstöður fylgdu í kjölfarið árið 2005 og hann hélt kortinu sínu á PGA Tour eftir allt saman.
Í september 2006 á Canadian Open var Justin Rose í fyrsta sinn í forystu fyrir lokahring á móti PGA Tour. En honum skjöpplaðist og lauk keppni með hring upp á 74 högg sem færði hann neðar á skortöflunni. Hann var í 2. sæti á Valero Texas Open og lauk keppni í 47. sæti á peningalistanum með US$1.629 milljónir í verðlaunafé. Í nóvember 2006 vann hann Australian Masters, og var þetta fyrsti sigurinn í 4 ár. Endurnýjaður stöðugleiki, þ.á.m. topp-5 sæti á Masters árið 2007 varð til þess að 8. apríl 2007 var hann kominn í 26. sætið á heimslistanum.
Rose tapaði í umspili 2007 á BMW PGA Championship, en færðist inn á topp-20 á heimslistanum í fyrsta sinn og og í október það ár náði hann besta árangri sínum fram að því 12. sætinu á heimslistanum og varð sá hæsti af Bretum á listanum. Rose var í efsta sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar 2007 eftir frábæran endi á Volvo Masters það ár, þar sem hann sigraði eftir umspil, 4. nóvember.
Ný staða hans á heimslistanum nr. 7 gerði hann að þeim, sem var í efsta sæti af evrópskum kylfingum í fyrsta sinn á heimslistanum og vikuna þar á eftir kleif hann það sem hann hefir hingað til komist hæst í 6. sætið. Hann hefir alls verið 35 vikur á topp-10, frá árinu 2007. Frá lokum árs 2009, hefir sveifluþjálfi hans verið Sean Foley (sá sami og þjálfar Tiger Woods).
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024