Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 22:45

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012: Kirby Dreher og Mariajo Uribe

Hér verður haldið áfram að kynna stúlkurnar sem komust í gegnum lokaúrtökumót LPGA í desember á s.l. ári, í desember á s.l. ári. Í 34. sæti urðu 5 stúlkur og verður sú fyrsta af þessum 5 kynnt í kvöld: Mariajo Uribe. Verður nú nánar fjallað um Mariajo:

Mariajo Uribe

Mariajo Uribe.

Mariajo Uribe fæddist í Girón í Kólombíu, 27. febrúar 1990 og á því sama afmælisdag og félagi hennar á LPGA, Jessica Korda.  Þegar Mariajo var 17 ára vann hún US Women´s Open 2007 þegar hún sigraði Amöndu Blumenherst 1&0. Uribe spilaði golf með háskólaliði UCLA þar sem hún var All-America First Team selection 2008 og 2009.

Mariajo hætti spili á LPGA og sneri aftur til heimalands síns 2007. Fyrir US Women´s Open 2009 hætti hún sem áhugamaður og lauk mótinu sem atvinnumaður. Mariajo byjaði að spila á Duramed Futures Tour í júlí 2009 og keppti á ING New England Golf Classic og lauk keppni í 15. sæti

Árið 2010 ávann hún sér réttindi til að spila bæði á LPGa og LET í fyrstu tilraun sinni. Þann 29. maí í fyrra (2011) vann Mariajo HSBC Brazil Open sem var óopinber keppni, þegar hún bar sigurorð af Lindsey Wright með 1 höggi.

Næst verður fjallað um…

 

Kirby Dreher.

Kirby Dreher.

Kirby fæddist í Fort St. John í British Colombía, í Kanada 1. maí 1987 og er því 24 ára.  Kirby var í Kent State University – spilaði golf með háskólaliði sínu og útskrifaðist með gráði í íþróttafræðum (ens. sports management). Kirby gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og frá ársbyrjun 2010 spilaði hún á Futures Tour. Besti árangur hennar 2010 var T-33, en 2011 T-11. Síðan reyndi hún við úrtökumót LPGA s.l. desember og komst í gegn varð í 34. sæti eins og Mariajo hér að ofan og hlýtur takmarkaðan keppnisrétt á LPGA 2012.

Til þess að sjá allt nánar um Kirby má skoða heimasíðu hennar, smella HÉR: 

Heimild: Wkipedia