Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 21:30

Smá föstudagsgolfgrín

Vonandi á þetta við um okkur öll!
 

Allir kylfingar ættu að lifa og verða eins og þessi gamli maður!

Í lok sunnudagsmessunnar spurði presturinn: „Hversu mörg ykkar hafa fyrirgefið skuldunautum ykkar?“

80% lyftu upp hendi.

Síðan endurtók presturinn spurninguna. Allir svöruðu í þetta sinn nema  maður einn, forfallinn kylfingur, að nafni Walter Barnes, sem sást bara í messum þegar veður var vont.

„Hr. Barnes, það er augljóslega ekki góður morgun til þess að vera í golfi. Það er gott að sjá þig hér. Ertu ekki til í að fyrirgefa óvinum þínum?

„Ég á enga,“ svaraði Barnes önugur.

„En herra Barnes, þetta er mjög óvenjulegt. Hversu gamall ertu?“

„98 ára“ svaraði Barnes. Allir stóðu upp og klöppuðu fyrir honum.

„Ó, herra Barnes, myndir þú vilja koma hér upp í ræðustól og segja okkur hvernig hægt er að lifa í 98 ár og eiga ekki einn einasta óvin og skuldunaut?“

Gamli kylfingurinn skrölti eftir kirkjugólfinu, stoppaði fyrir framan ræðustólinn, sneri sér við, horfðist í augu við söfnuðinn og sagði síðan einfaldlega (á ensku af því að Barnes var Bandaríkjamaður):

„I outlived all them motherfuckers.“