
PGA: Jason Dufner leiðir þegar Transitions Championship er hálfnað
Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner, sem leiðir á Transitions Championship á Copperhead golfvellinum í Innisbrook Resort í Flórída. Hann spilaði á 66 höggum í dag líkt og í gær og leiðir á -10 undir pari samtals eða 132 höggum. Á hringnum í dag spilaði hann skollafrítt og fékk 5 fugla.
Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, Írinn og Íslandsfarinn, Pádraig Harrington, sem átti afleitan dag á vellinum í dag – eftir frábæran hring í gær upp á 61 högg var hann á 73 í dag – heilum 12 höggum meir en í gær. Hann deilir 2. sætinu með Bandaríkjamaninum William McGirt , sem spilaði líkt og Pádraig á -8 undir pari, þ.e. samtals 134 höggum (66 68).
Fimm kylfingar deildu 4. sætinu: Chris Couch, George McNeill, Luke Donald, Sang-Moon Bae og Ken Duke. Þeir eru allir búnir að spila á -7 undir pari samtals.
Í 9. sæti eru fjórir kylfingar á -6 undir pari samtals þ.á.m. Sergio Garcia og Jim Furyk.
Til þess að sjá stöðuna þegar Transitions Championship er hálnað smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge